Kayaksportið breiðist hægt og örugglega út um heiminn. Gaman að sjá þetta kort af hinum ýmsu tegundum af húðkeipum sem hafa greinilega verið aðlagaðir að þeim stöðum þar sem þeir voru notaðir. Skv. þessari teikningu eru rennilegustu kayakarnir frá suður Grænlandi.
Það má vel vera en ég man hvað þeir voru spenntir þarna í Ilulissat þegar ég bað þá um að skipta um dúk á mínum. Það leið ekki dagurinn þá var búið að rífa gamla strigann af og þeir stúderuðu frágang og verklag á grindinni sem var smiðuð í Qaqortoq 2007. Þegar ég fékk minn aftur var búið að endurbæta hann og gera sterkari með grind í botninum.
Eins og teikningin sýnir eru til þó nokkrar gerðir af kayak og mér sýnist að helsu gerðirnar sem smíðaðar eru í dag séu Baidarka og Grænlenska útgáfan eins og okkar Dóra á Ísafirði. Hans eru þó aðeins öðruvísi en minn. Bæði stærri og rúmbetri enda eigandinn stór og stæðilegur.
Nú eru þessi tæki ekki lengur notuð til veiða eins og áður heldur til skemmtunar og sýninga á ýmsum kúnstum eins og veltum og veiðiaðerðum. Grænlandsmeistarmótið er haldið á hverju ári og ættu áhugamenn um kayak að fara amk einusinni á það.
Bkv
Ingi