Landsskipulagsstefna

26 ágú 2014 12:02 #1 by Klara
Replied by Klara on topic Landsskipulagsstefna
Takk fyrir áhugaverða umræðu og góðar ábendingar. Málið verður á dagskrá á næsta stjórnarfundi sem stefnt er að í næstu viku.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2014 21:15 - 25 ágú 2014 21:17 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Landsskipulagsstefna
Athugasemdir umræðuhópa er að finna hér, ein bls. fyrir hvern hóp:
www.landsskipulag.is/media/landsskipulag...15_agust_fundinn.pdf
Ég sé að minn hópstjóri, haf- og strandsvæði, hefur lítið skrifað og aðeins kveikt á því þegar ég nefndi ferðatengda atvinnustarfsemi, en ekki almannarétt, frjálst aðgengi og náttúruvernd.
Í hópi miðhálendis er minnst á verndun fossa og þar erum við heit.
Ég ætla að leggja það til við stjórn að sent verði stutt álit af þessu tilefni og mér þætti það koma vel út að það væri undirritað af núverandi formanni ásamt Steina, fyrsta formanni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2014 17:39 #3 by Gummi
Replied by Gummi on topic Landsskipulagsstefna
Ég styð það Gísli að slíkt álit verði sent inn og mér líst mjög vel á að Steini leggji ykkur lið í þessum málum. Enda er hann faðir straumvatnsróðurs á Íslandi og það kemur engin að tómum kofanum hjá honum í þessum málum.
Ef ég get einhvað orðið ykkur að liði þá er ég alveg tilbúin að leggja fram krafta mína.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2014 13:28 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Landsskipulagsstefna
Spurning Jóa:
Ég var ekki í umræðuhóp um miðhálendi, en þar hefðu ár og farvegir þeirra helst átt heima.

Þessir þrír punktar sem ég set þarna fram eru í raun hugmynd mín um stutt álit frá Kayakklúbbnum og ræðurum í landinu um helstu áherslur án þess að flækja málið frekar. Þetta eru verðmæti sem við viljum standa vörð um, vegna okkar greinar og vegna allra annarra sem vilja njóta þeirra á annan hátt einnig.
Það er spurning hvort við ættum að senda slíkt álit inn fyrir 8. sept.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2014 09:04 #5 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Landsskipulagsstefna
Tengi adeins á milli thráda hér.

Punktur 2 segir óspilltar strendur og árfarvegir

Var eitthvad rætt um árfarvegi? Svona í ljósi thess ad Orkustofnun hefur gefid út rannsóknarleyfi í Tungufljótinu - einni helstu útungunarstöd okkar straumkajakrædara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2014 16:45 #6 by Steini
Replied by Steini on topic Landsskipulagsstefna
Þetta er bráð nauðsinlegt, ef ég get orðið að einhverju liði; þá skorast ég ekki undan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2014 13:23 #7 by SAS
Replied by SAS on topic Landsskipulagsstefna
Takk Gísli að sinna þessu starfi fyrir hönd félagsins.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2014 13:17 - 24 ágú 2014 13:31 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Landsskipulagsstefna
Þann 15. ág. s.l. sat ég opinn fund um landsskipulagsstefnu, um mat á hagsmunum vegna nýtingar á landi okkar og strandsvæðum. Landinu er skipt upp í fjögur svæði í þessari vinni:
1. miðhálendi - 2. dreifbýli - 3. búsetumynstur (þéttbýli) - 4. haf- og strandsvæði

Við sjóræðarar erum aðeins lítill hagsmunahópur innan um marga stóra og smáa aðila sem hafa áhuga og eiga hagsmuni við haf- og strandsvæði og sama má segja um straumræðara. Ég settist í hópinn um haf og strandsvæði og benti á hve mikilvæg svæði fyrir útivist og sjósport væru við strendur landsins og flatarmál þeirra örugglega stærra en flatarmál miðhálendisins.

Allir hafa tækifæri er til að koma að skriflegum ábendingum varðandi valkostina fram til 8. september næstkomandi. Athugasemdir sendist á landsskipulag@skipulagsstofnun.is eða í gegnum
www.landsskipulag.is/samradsvettvangur/athugasemdir/ .

Tenglar á vinnuskjölin eru hér að neðan:
www.landsskipulag.is/media/landsskipulag...taskyrsla8082014.pdf
www.landsskipulag.is/media/landsskipulag...2-08-14_mForsidu.pdf
Þetta er ekki fljótlesið efni, en við eigum að leggja áherslu á eftirfarandi eins og hingað til:
  1. frjálst aðgengi að sjó ám og vötnum
  2. óspilltar strendur og árfarvegir
  3. hreint og ómengað haf, vötn og ár

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2014 13:51 - 01 mar 2014 14:19 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Landsskipulagsstefna
Þetta var nokkuð langur fundur, þar sem forstjóri Skipulagsstofnunar kynnti ferlið við mótun landsskipulagsstefnu. Síðan fóru fram umræður í litlum hópum, þeirra sem sest höfðu saman við borð, en ekki var skipt í efnisflokka.
Ég spurði við borðið hvort nokkrir aðrir en ég hefðu sérstakan áhuga fyrir strandsvæðum og það reyndust vera tveir, annar er hafnarstjóri í Hafnarfirði, hinn vinnur við kísilþörungavinnslu fyrir vestan. Ég sagði þeim frá aðkomu minni sem kayak- og útivistarmanns og þetta litla dæmi sýnir hve ólíkir hagsmunir koma að borðinu.
Skipulag haf- og strandsvæða er nýtilkomið í þessa umræðu og hefur stofnunin tekið saman skýrslu til glöggvunar fyrir umræðuna á því sviði: www.skipulagsstofnun.is/media/pdf-skjol/...vaeda-lokautgafa.pdf
Við höfum væntanlega sjónarmið, sem mikilvægt er að láta koma fram í þessari umræðu.

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2014 14:33 #10 by Gíslihf
Ég mun mæta á kynningarfund um þessi mál kl. 15 í dag fyrir hönd Kayakklúbbsins.
Hægt er að skoða gögn um málið á eftirfarandi vefsíðu:
www.landsskipulag.is/
Það sem ég hef helst áhuga á fyrir okkar hönd fellur undir faghóp Skipulagsstofnunar: Haf og strendur.
Það hefur þegar verið skipað í hann 7 sérfræðingum og í öll önnur ráð og nefndir, þannig að mig grunar að þeir sem mæta í dag til að hlusta eigi að vera þægir og hægt að benda á að haft hafi verið "víðtækt samráð".
Stundum er slíkt orðalag skálkaskjól, en við skulum sjá til.
Allir geta reyndar komið athugasemdum á framfæri á ofangreindri vefsíðu

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum