Gullinbrú í dag

02 mar 2014 19:08 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Gullinbrú í dag
Aðstæður voru góðar í innfallinu undir Gullinbrú í dag.
Vafalaust hefði einnig verið skemmtilegt í ósnum inn í Skógtjörn á Álftanesi.
Blíðan var slík að fínt var að skipta um föt úti við bílinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2014 12:30 - 02 mar 2014 12:32 #2 by Gíslihf
Gullinbrú í dag was created by Gíslihf
Gummi Björgvins vakti athygli mína á því að í dag er óvenju stór straumur. Sjá easytide:
www.ukho.gov.uk/easytide/easytide/ShowPr...9&PredictionLength=2
Mesti straumur inn undir brúna ætti að verða um kl. 16:15
Ég ætla að fara á sjó í Bryggjuhverfi á rampinum þar fljótlega eftir kl. 15.
Gummi er með pest þannig að líklega verður hann heima, en ef einhver vill æfa í meiri straumi en í sundlauginni þá gætum við tekið góðar æfingar í straumkastinu í dag.
Þessar aðstæður eru örfáar klst. á ári hér í Reykjavík, en daglega undir brúnni við Reykjanes fyrir vestan og mun öflugri þar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum