Það má alltaf bæta sig.......

09 mar 2014 22:14 #1 by Gíslihf
Svo er ekki úr vegi að benda á 2. liðinn.
Þar segir að færni á kanó geti bætt áratækni á kayak.
Ég er svo sem ekki besta fyrirmyndin í því, en get þó kvittað undir þetta sem þarna er bent á.
Nigel Foster snillingurinn sem reri fyrstur umhverfis Ísland lærði fyrst á kanó ef ég er rétt upplýstur.
Færni á straumkayak skilar sér einnig fyrir sjókayak, einkum í straumólgu og öldufimi.
Þannig styðja þessar greinar hverja aðra og gaman væri ef klúbbfélagar hefðu meiri breidd í sportinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2014 12:32 - 09 mar 2014 13:06 #2 by Orsi
Það er þarna 3. liðurinn sem mætti heimfæra upp á atvik sem við Gísli HF sáum á þriðjudaginn. Á heimróðri okkar rákumst við semsagt á ræðara að setja á flot rétt vestan Gullinbrúar, í lítilli vík þar. Við tókum á okkur smákrók til að hnusa svolítið af honum en ekki þekktum við hann. En hann var án björgunarvestis og sagðist vera flínkur sundmaður og réttlætti sig - sagðist ekki hafa "nennt að fara í vestið" - þegar Gísli gerði athugasemd við þetta uppátæki. Einnig ropaði maðurinn upp úr sér að hann væri að fara á kayak í fyrsta skipti eftir langt hlé.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2014 11:41 #3 by Larus
Góð grein sem áhugasamir ræðarar ættu að lesa

www.paddlinglight.com/articles/22-ways-t...king-skills-forever/


lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum