Kayakræðari í vanda.

12 mar 2014 08:49 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Kayakræðari í vanda.
Gott ad ekki fór verr.

Mín skodun er sú ad madur eigi ad reyna ad minimera allt sem getur flækst ef illa fer. Hvort sem thad er áratjódur eda kúahali (cowtail) - sem margir nota í straumnum - allt getur thetta vafist á versta veg og gert adstædur enn verri.

Mæli med split ár eda jafnvel hand árum

www.riveraholic.com/MAIN.htm

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2014 22:57 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Kayakræðari í vanda.
Auðvitað nota menn svona einstakt tækifæri til að lýsa sjálfa sig dálítið upp - þó nú væri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2014 22:48 #3 by Guðni Páll
Ég hef aldrei nota svona áralínu og er ekki hrifinn af þeim og þurfti að taka nokkra snúninga fyrir Hringferð mína varðandi þetta mál þar sem ég var einn á ferð. En ég vandi mig á það strax að láta árinna aldrei frá mér nema að tryggja að hún væri föst undir teyju eða undir höndum mínum. Svo er auðvitað varaár nauðsynleg því að aðalárin getur alltaf brotnað og annað í þeim dúr. En ég efast ekki um að þessi einstaklingur er búin að læra sína lexíu.

Kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2014 21:47 - 10 mar 2014 21:52 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Kayakræðari í vanda.
Ha? ég sé hvergi að þessu umræddi maður sé dissaður af okkur. (Sýnist að flestir noti tækifærið til að halda erindi um sjálfa sig)
Hinsvegar dissum við hver annan hvenær sem tækifæri gefst til. Og jafnvel oftar.
Og það er jú rétt hjá Inga að flestir hafið þið komið ykkur í bölvuð vandræði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2014 18:12 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Kayakræðari í vanda.
Vid hofum sennilega allir lent i vanda einhverntiman. otharfi ad dissa tha sem koma ser i vanda.. sundlaugin er stadurinn til ad aefa og na tokum a lifsnaudsynlegri taekni. oftast er hun opin fyrir kayakfolk a sunnudagseftirmiddogum..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2014 11:30 - 10 mar 2014 11:43 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kayakræðari í vanda.
Mér hefur reynst vel að hafa árataug festa við mig sjálfan. Árin er þá alltaf í höndum ræðarans, jafnvel á sundi eða þegar hlaupið er upp sandströnd undan öldunni. Það er svo ekkert sem bannar ræðara að færa festinguna yfir á bátinn þegar það á við. Þetta er ekki gallalaust fremur en aðrar lausnir og ég hef einu sinni dottið aftur fyrir mig á grjót í fjöru þegar árabandið flæktist um fót mér, en þá hafði ég sleppt árinni og öldusogið vafði henni um mig. Þetta var undir Geirólfsnúpi á Hornströndum.
Annað sinn var ég með félögum í brimi við Þorlákshöfn og lenti á sundi. Ég greip í handfangið við skutinn með vinstri hendi og hafði árina í þeirri hægri. Ég hefði betur haldið í stefnið eins og sjá má hér á eftir. Í það sinn var árin fest með taug í teygju framan við mannopið og það mátti teygja hana vel aftur að skutnum.
Ég vonaðist til að báturinn mundi draga mig nær fjörunni en næsta brot fyllti mannopið af miklu afli og þegar það skall á skilveggnum sem er til fóta hentist báturinn áfram og sleit handfangið úr greip mér. Ég greip nú árina báðum höndum og hugðist hanga í henn alla leið. Þá slitnaði teygjan á bátnum og ég fékk sárt högg í andlitið þegar árabandið skaust til baka með krækjunni á endanum. Báturinn fór léttilega upp í fjöru, en ég var góða stund að basla við útsogið áður en ég kom fótum undir mig á þurru.
Vona að þið hafið gaman af því að lesa þetta og getið velt þessu betur fyrir ykkur.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2014 10:59 - 10 mar 2014 11:04 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Kayakræðari í vanda.
Áraöryggisbönd :
Svo til alla mína kayakróðrartíð hefur áraöryggisband sem er fest bæði við bát og árina verið grunnöryggisbúnaður á mínum bát. Og fleiri skipti en talið verður hefur þessi háttur komið í veg fyrir að við höfum orðið viðskila ég og árin- á hafi úti. Einkum var þetta mikilvægt þau árin sem ég stundaði fiskveiðar á mínum eðalkayak- í allskonar sjólagi. Og ef svo óheppilega vill til að mönnum hvolfir - og eru t.d einir á ferð- þá er fátt verra en að árin fljóti frá manni. Þá er áraflotið gagnslítið til sjálfsbjörgunar. Og skömmu fyrir lendingar losa ég festingu árar við bátinn - það veitir þægindi . En síðan er hægt að vera með vara ár- en þá er hún orðin aðalár og ekkert lengur uppá áð hlaupa- glopri maður henni líka frá sér....... Ég mæli eindregið með áraöryggisfestingu við bát.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2014 00:26 #8 by palli
Replied by palli on topic Kayakræðari í vanda.
Já, áratjóður er betra en ekkert. Þau geta þó slitnað og eru ekki gallalaus. Svo eiga árar það til að brotna og þá gerir tjóðrið lítið gagn.
Ég hef sjálfur einu sinni flækt löppina í ártjóðri í brimlendingu og hætti þar með að nota þetta. Mæli frekar með því að hafa varaár meðferðis.
En hann má eiga það þessi að hann var með síma og gat látið vita af sér. Það hefur líklega verið lykilatriði í því að ekki fór verr í þetta skipti. Ágæt áminning til annarra ræðara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2014 23:13 #9 by Reynir Tómas Geirsson
Hafa ekki öll alvarlegustu slysin á undanförnum tveim áratugum orðið vegna þess að fólk fer tiltölulega óvant og með ónóga þjálfun að róa við aðstæður þar sem það ætti ekki að vera? Ræðarinn er einn, án eðlilegs búnaðar, að vetri og í verulegum kulda, á erfiðu svæði og svo framvegis? Það er við þessu að búast, með vetrarlokum og vorkomu, þegar hafður er í huga sá mikli fjöldi báta sem Íslendingum hefur verið seldur, stundum án þess að leiðbeint sé um notkun þeirra. Mönnum er í besta falli ráðlagt að fara á námskeið, sem eflaust ekki allir gera. Við getum í klúbbnum bent á þessar hættur, boðið aðstoð og hvatt til þess að fólk læri á það sem það kaupir og sagt því hvað þarf til að nota kayak með öryggi. Þá þarf að gera meira af því að benda á ábyrgð þeirra sem selja öðrum búnað, en margir þeir aðilar leggja lítið upp úr því að takast á við það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2014 19:50 #10 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Kayakræðari í vanda.
Að flatreka á kayak og hafa ekki árina - er vond uppá koma . Þá er stutt í stórvandræði. Sennilega hefur ekki verið mikill sjór. Tæplega hefur þarna verið reyndur ræðari á ferð.
Það eru ýmsar uppá komur .
Einn fannst björgunarvestislaus inni á Sundum- á kayak,
Sundmaður góður að eigin sögn.
Er eitthvað slæmt í uppsiglingu í sportinu núna þegar fer að vora ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2014 18:17 - 09 mar 2014 18:18 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Kayakræðari í vanda.
Nú eða varaár. En hann var þó með síma meðferðis og gat því sjálfur kallað eftir aðstoð. Þó það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2014 17:53 #12 by Guðni Páll
Mjög auðvelt er að komast hjá svona vandræðum með einföldum áralínum sem eru fastar í bátinn, En sem betur fer fór þetta og vel og enginn skaði hlaust af.


www.landsbjorg.is/forsida/frettir/nanar/...kajakraedari-i-vanda

Kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum