Skipulag strandsvæða til 2026

16 mar 2014 23:25 - 16 mar 2014 23:26 #1 by Gíslihf
Bréfið sem ég sendi f.h. klúbbsins til Skipulagsstofnunar má nú finna á vefsíðu klúbbsins í skjalasafni til niðurhals: kayakklubburinn.is/index.php/klrinn-main...lagsstefnu-2015-2026
Þar vísa ég í 1) Landsskipulagsstefnu 2015-2026:
www.landsskipulag.is/media/landsskipulag...20140218-%282%29.pdf
og í skýrsluna 2) Um skipulag haf- og strandsvæða, Skipulagsstofnun feb. 2014
Ég veit ekki til að þetta síðara skjal sé komið á vefinn.

Ef þið hafið athugasemdir er ágætt að safna þeim saman ef til frekara samtals kæmi við þessa herra.
Sundabraut tel ég henta betur að hafa sem sérstakt mál.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2014 21:57 #2 by Ingi
Akkúrat :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2014 11:31 - 12 mar 2014 11:49 #3 by Gíslihf
Takk Ingi.
Ég er búinn að taka þetta efni með í almenna hluta bréfsins í málsgrein sem er þannig:
Við ræðarar á sjókeipum höfum róið gegnum olíubrák, úrgang frá svínabúum og matarleifar í þéttbýli en einnig notið samfélags sela, hvala og bjargfugla og horft niður í heillandi botn á tærum sjó. Mengun og slæm umgengni geta eyðilagt flesta hagsmuni sem skipulagið nær yfir sem og önnur ómæld verðmæti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2014 09:56 #4 by Ingi
Þetta er síðasti dagurinn sem opið er fyrir athugsemdir vegna skipulags strandsvæða og það er eitt atriði sem mig langar til að benda á.
Við erum róandi á hinum ýmsu svæðum bæði nærri og fjarri byggð. Stundum verður maður var við mengun og óþvera í sjónum. Á heitu haust kvöldi rerum við nokkrir félagar í gegnum fituúrgang sem við töldum vera frá kjúklingabúi á Kjalarnesi. Þetta fannst okkur ótækt og létum borgaryfirvöld vita og einhverja fleiri. En það kom eitthvað lítð úr þessu og enginn fékk nein almennileg svör um hvað ætti að gera í svona tilfellum.
Mín spurning til þessara aðila sem hafa með skipulag strandsvæða er hvernig eru mengunarmæliingar ef að þær eru þá gerðar. Hvar getum við nálgast niðurstöður þesskonar mælinga. Nú vitum við að allt skolp lendir í sjónum og það á að vera hreinsað. Er það svo? Ef að dæla bilar í dælustöð og tankur fyllist hvert fer þá yfirfallið? Það er ágætt að vtia um svona hluti fyrirfram. Sum bæjarfélög dæla öllu óhreinsuðu í sjó og hver eru þau og hvar. Hvern eigum við að hafa samband við ef við verðum vör við að útrunnum mat er hent í fjöru eins við sáum í fjörunni við Gufunes í fyrra eða hittifyrra. Í Evrópu eru bláfánar sem gefa til kynna að strendur séu hreinar. Er svona kerfi hér ?þó að ekki séu margir að baða sig sjónum hérna eru samt margir sem nota fjöruna og brimöldu sér til skemmtunar.
Er þetta ekki eitthvað sem kemur skipulagi strandsvæða við?
Bkv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2014 22:30 #5 by Gíslihf
Takk Þorbergur.
Ég hef þetta með í athugasemdum sem ég er að ganga frá og sendi afrit til stjórnar.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2014 17:41 #6 by Þorbergur
Er ekki það skipulagsmál sem helst snýr að kajakiðkendum við Geldinganes væntanleg Sundabraut? Nú hafa efstu menn bæði Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar í borgarstjórnarkosningum lýst yfir áhuga á um gerð hennar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2014 10:27 - 11 mar 2014 10:29 #7 by Gíslihf
Frestur rennur út á morgun 12 mars.
Ábendingar og athugasemdir við Lýsingu Landsskipulagsstefnu 2015-2026 skulu berast Skipulagsstofnun í síðasta lagi 12. mars 2014 með bréfi, tölvupósti á landsskipulag@skipulagsstofnun.is eða á www.landsskipulag.is. Hægt er að nálgast lýsinguna á www.landsskipulag.is
Ég hef skriað um þetta áður hér á Korkinn, setið kynningarfund og lesið gögn, m.a. skýrslu um skiplag haf- og strandsvæða í Skotlandi, Svíþjóð og innan ESB almennt. Hvað getur kayak-samfélagið gert eða ætti að gera?
Ég verð a.m.k. að taka saman nokkra punkta um okkar hagsmuni og senda e-mail. Við ströndina eru fleiri hagsmunir en marga grunar og þeir geta rekist hver á annan.
Svo hafa straum og flúðasiglingamenn áhyggjur af jökulsánum í Skagafirði en ég er því máli ekki jafn vel kunnugur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum