Skjalasafn klúbbsins

12 mar 2014 09:13 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Skjalasafn klúbbsins
Þetta er flott að komast í gömlu góðu frétta bréf Kayakklúbbsins með svona auðveldum hætti eins og Gunnar hefur sett upp.
Þessi fréttabréf eru dálítið merkileg og bera keim af bólunni miklu fyrir hrun og enda líf sitt við hrunið. Að öðrum ólöstuðum var árgangur 2008 sá vandaðasti með myndefni.
Síðan hefur ekki komið út fréttabréf.
Þau eru öll komin á Kayaklminjasafnið sem Gunnar hefur nú sett svona skemmtilega upp.
En tölvutækni og netið bjóða vissulega uppá að öllu efni Kayakklúbbsins verði komið í svona frábært uppflettiform.
En kærar þakkir Gunnar fyrir það sem komið er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2014 22:59 #2 by Gunni
Skjalasafn klúbbsins was created by Gunni
Svenni var áður búin að benda á að fundargerðir væru í skjalasafni.
[Klúbburinn->Skjalasafn-> o.s.frv.]

Í skalasafninu eru nokkrir flokkar, fundargerðir stjórnar er einn af þeim. Aðrir eru Ársskýrslur og ferðaskrýslur.
Rafbækur er að frumkvæði GHF sem er orðinn rafbóka framleiðandi með meiru.
Svo var ég að færa gamla gimsteina, fréttabréf klúbbsins í flokkinn Fréttabréf.
Sjá hér

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum