Sundabraut

19 mar 2014 13:21 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Sundabraut
Komidi bara hingad til Noregs :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2014 11:32 - 19 mar 2014 11:35 #2 by Steini
Replied by Steini on topic Sundabraut
Ætlaði að fara að leggja orð í belg, þegar Össur sagði allt það sem ég vildi segja.

Allt frá því við settum okkur niður við Geldinganesið höfum við horft til væntanlegrar Sundabrautar og reynt að lesa í þau áhrif sem hún hefði. Ég held að okkar sterkasti leikur sé að halda áfram á þeirri braut sem við erum, þ.e. fá úthlutað þessum lóðarskika, þá verðum við í sterkari stðöðu til að hafa einhver áhrif á hvernig brautin muni verða útfærð með tilliti til okkar aðstöðu, eða fá flutning á annan stað ef núverandi staðsetning verði með öllu ómöguleg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2014 08:15 #3 by Klara
Replied by Klara on topic Sundabraut
Hressandi innlegg Össur. Ég eyddi nokkrum tíma í gær í það að spyrjast fyrir um hver raunveruleg staðan á þessu máli er. Það sem ég heyrði var að þær tillögur um staðsetningu sem voru á borðinu á sínum tíma þykja úreltar og á þeim verði ekki byggt. Þrátt fyrir samþykkta samgönguáætlun þá virðist ekkert staðfest liggja fyrir hvort, hvernig né hvenær.

Svo verður fróðlegt að sjá hvað framundan er hjá Reykjavikurborg varðandi útivist/siglingaíþróttir á Gufunessvæðinu/strandlengjunni. Það er einhver nefndarvinna í gangi varðandi þetta og ég ætla að reyna að hlera hvað verið er að skoða þar.

En mjög gott að við höldum vöku okkar í þessum málum sem og öðrum. Við verðum að fylgjast vel með og grípa til aðgerða ef við teljum að það þjóni hagsmunum okkar til framtíðar litið.

Við höldum okkar striki á Geldinganesinu og sjáumst á sjó.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2014 22:46 - 18 mar 2014 22:47 #4 by Össur I
Replied by Össur I on topic Sundabraut
Hvaða hvaða
Hef nú ekki áhyggjur af því að starfsemin okkar sé að fara að leggjast af, eða hvað?? Held að við ættum alveg að halda ró okkar hvað varðar Sundabraut. Ég er ekki bara alveg viss um að Sundabrautin sé endilega bara neikvæð fyrir okkur kayakiðkendur. Gætu ekki bara alveg eins falist tækifæri fyrir okkur í henni ?? Hvað með þessar rómuðu aðstæður við Reykjanesið?? Allavega við erum ekki að fara að byggja höfuðstöðvar Kayakklúbbsins alveg á næstunni heldur er stefnan að reyna að halda þeim í núverandi formi, þannig að sómi sé af. Helst að fá lóð skilgreinda fyrir okkur á þessum stað þannig að við séum þá allavega komin á kortið hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér. Sundabraut verður ekki byggð á morgun eða hinn og er hún sýnd með svipuðu formi og hún var í fyrra aðalskipulagi sem gilti fyrir 2001-2024. Aha menn voru semsagt farnir að spá í Sundabraut fyrir árið 2000 fyrst hún er komin þar inn 2001. Nú er 2014 að mig minnir og ég skal Hundur heita ef við sjáum Sundabraut innan næstu 10 ára. Í nýju aðalskipulagi segir m.a., Vegna óvissu um tímasetningu framkvæmda hefur ekki verið unnið í því að fá endanlega niðurstöðu um legu og útfærslu brautarinnar og um umhverfisáhrif mismunandi valkosta. Það er því fjarri því að mínu mati að Sundabraut sé fullmótuð og ég held reyndar að við gætum bara alveg eins fengið einhverjar þær frábærustu aðstæður sem sögur fara af með brú/þrengingum eða hvað veit ég milli Geldingarnes og Gunnunes t.d, en eins og við vitum þá er nokkuð mikið vatnsmagn sem yrði á ferðinni við þá þverun.

Össi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2014 12:48 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Sundabraut
Til að starfsemi Kayakklúbbsins hreinlega leggist ekki af í núverandi mynd, þá verður að finna aðra staðsetningu fyrir félagið, núverandi staðsetning eftir að Sundabrautin kemur er óásættanleg fyrir okkur. Það verða fáir sem róa oft í þessu lóni sem aðstaðan mun standa við. Svæðið sem Sævar nefnir, Gufunes vestan nýju Sundabrautarinnar, er það svæði sem ég hef mest horft til, þ.e.a.s. ef Sundabrautin verður brúuð. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði í Gufunesinu, sem er eitthvað sem þarf þá að breyta, Tel það vera það vinna sem við ættum að skoða, meiri líkur á að þar náist árangur en að berjast á móti Sundabrautinni sem slíkri.

Í ljósi náttúrverndar, nýtingar lands, umferðamengunar ofl, þá er eina vitið að hafa Sundabrautina í göngum, alla leið í Gunnunes, en það er töluvert dýrari lausn og ekki eins sýnilegt minnimerki sem sumir vilja láta sjá eftir sig.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2014 10:58 - 18 mar 2014 15:23 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sundabraut
Er ekki aðalmálið hjá kayakfólkinu að fara að huga að því hvar öruggt pláss er í boði eftir breyttar aðstæður vegna Sundabrautar ?

Kannski er Gufunesið vestan nýju Sundabrautarinnar kostur

Vetrarmynd af góðri fjöru við bryggjuna í Gufunesi

Þarna má koma við svona sjóútivistarsporti.
Í upphafi kayakróðara minna sem hófust frá Eiðinu í Geldingarnesi- var enginn að róa þar í fyrstu en smáfjölgaði hægt- alveg óformlega. Síðar fluttist Kayakklúbburinn þangað inneftir frá Skerjafirði. Saga kayaksportsins í Geldinganesi er mjög stutt.
En Kayakklúbburinn verður að huga að fyrisjáanlegum breyttum aðstæðum innan tíðar

Frá fjörunni við Skarfaklett í Sundahöfn

Hér við Skarfaklett er frábær fjara og stutt úti allar eyjarnar -Engey,Viðey og Akurey.
En það er engin aðstöðumöguleiki
Þessi fjara er komin til með að vera

Frábær fjara er í Seltjörn við Gróttu

Þessi fjara komin til að vera.

Kayakfólkið hefur þrátt fyrir allt marga möguleika til fjöru á höfuðborgarsvæðinu
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2014 10:50 - 18 mar 2014 10:55 #7 by Klara
Replied by Klara on topic Sundabraut
Sammála því að Sundabraut kemur líklega, hvað sem við segjum, á sama hátt og barátta siglingafélaga og SÍL gegn fyrirhugaðri brú yfir Fossvog er líklega töpuð. Ef þetta gengur allt eftir þá er verið að þrengja verulega að siglingaíþróttum á höfuðborgarsvæðinu og við það verður ekki unað.
Framkvæmdir við Sundabraut og Fossvogsbrú koma mjög líklega til með að hafa áhrif á lífríki/ströndina og eflaust eru fleiri þættir sem þarf að skoða í þessu samhengi og koma á framfæri við stórnvöld og þá sem koma að ákvarðanatöku/skipulagningu Sundabrautar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2014 10:30 - 18 mar 2014 23:17 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Sundabraut
Sundabraut kemur hvað sem við segjum. En við getum bent á ýmislegt sem venjulegur stjórnmálamaður eða verkfræðingur hefur litla hugmynd um og það er að á þessu svæði er eina lundabyggð í nágrenni höfuðborgarinnar. Er það eitthvað sem menn vilja fórna? Sandnám sem fram hefur farið á sundunum hefur breytt lífríkinu þarna. Hafa einhverjar rannsóknir á lífríkinu verið gerðar þarna? Verður náttúran og lífríkið látið víkja fyrir auknu umferðarflæði til og frá borginni? Það verður kosið í vor og þessu verða stjórnmálamenn að gera sér grein fyrir áður en að þeir taka ákvörðum um hvernig að þessu verður staðið.

eldri.ust.is/media/umsagnir/Sundabraut_2...gi,_fra_Gufunesi.pdf

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2014 09:29 - 18 mar 2014 09:30 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Sundabraut
Það er varla raunhæft að vera á móti þessari framkvæmd, sem búin er að vera áratugi á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Það er líka ljóst að ýmis gæði munu fást fyrir peninginn, svo sem minni umferðarþungi gegnum Mosfellsbæ og styttri og fljótari akstur á Vesturland.
Það sem berjast þarf fyrir er að framkvæmdin verði unnin án þess að spilla umhverfi og náttúru, benda á að það eru lífsgæði að geta farið í óspillta fjöru og út í eyjar á sundunum ekki síður en að vera 10 mín. fljótari upp í Borgarnes. Ein leið til þess væri að setja fram hugmyndir um útivistarsvæði t.d. fyrir sjósport við Gufunes, gönguleiðir um eyjar og við fjörur o.fl. í þeim dúr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2014 00:25 #10 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sundabraut
Þungaflutningar myndu ekki lengur fara um byggðakjarnana -heldur Sundabraut. Sundabraut verður hraðbraut ekki innanbæjarvegur. . Er það ekki kjarni málsins. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir þessa vegagerð nema einhver skortur á fjármögnun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2014 23:52 #11 by Gunni
Replied by Gunni on topic Sundabraut
Hér skjal um umferðatalningur 2007-2014.
Ef horft er á tvo dálka þ.e. Höfuðborgarsvæðið+Hringvegur við Úlfarsfell og hinsvegar Vexturland+Hringvegur um Hvalfjarðargöng þá sést að í desember 2013 er talningin 20.692 við Úlfarsfell en 3795 í göngum .
Spurning hvernig þið túlkið þetta? Mín túlkun er að um 17.000 bílar munu áfram keyra Vesturlandsveg en 3765 myndu nota Sundabraut.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2014 23:03 #12 by skulihs
Replied by skulihs on topic Sundabraut
Einn hugsanlegur bandamaður í þessu gæti verið Landvernd. Nú veit ég svosem ekki hversu verðmæt náttúra er þarna í húfi, en það sem eftir er af óspilltri náttúru innan borgarinnar hlýtur að hafa gildi frá sjónarhóli náttúruverndar. Því gæti Landvernd verið bandamaður í þessu og það nokkuð öflugur því þar á bæ er mikil kunnátta í samskiptum við hið opinbera.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2014 18:35 #13 by Þorbergur
Replied by Þorbergur on topic Sundabraut
Það má ætla að kajakræðarar séu ekki stór þrýstihópur en það má vera að einhverjir gætu verið sammála í andstöðu við brautina. Til dæmis hundaeigendur sem að vísu eru ekki alltaf vinsælir meðal ræðara á eiðinu. Ekki eru þeir líklegir til að vilja viðra hunda sína í nágenni við hávaðasama hraðbraut. Sjósundiðkendur munu valla vilja synda við hlið hraðbautar. Golfiðkendur sem ekki hefðu lengur fallegt útsýni út á sundin frá golfvellinum. Hjólreiðar, gönguferðir og skokk á stígnum meðframm sröndinni yrðu ekki eins skemmtileg ef hávaði og sjónmengun frá umferðarmannvirkjum trufla náttúruupplifunina frá fjörunni. Og ætla má að margir Grafarvogsbúar taki því ekki fagnandi að fá hraðbraut í túnfótinn og minnka stærð og gæði útivistarsvæða í Grafarvogi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 mar 2014 23:36 #14 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sundabraut
Það sýnist alveg ljóst að það verður engin brú yfir Eiðsvíkina- vegurinn verður landfylling og þar með lokast róður vestur Eiðsvíkina. Síðan verður brúarstubbur ásamt landfyllingum frá Geldinganesi og yfir í Gunnunesið. Það verður því undir brú að fara ekki ósvipað og Borgarfjarðarbrúin . Þannig að róðrarsvæðið verður ekki svipur hjá sjón eða í líkingu við það sem nú er. En þetta er nú ekki komið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 mar 2014 21:11 - 16 mar 2014 23:00 #15 by SAS
Replied by SAS on topic Sundabraut
Á vef Vegagerðarinnar er frétt um Sundabrautina síðan 2007:
wwww.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/4354

Nokkuð ljóst að þessi framkvæmd mun hafa veruleg áhrif á róðrasvæðið okkar og jafnvel eyðileggja, en aðstaðan okkar sleppur

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum