Sundabraut

16 mar 2014 18:24 #16 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Sundabraut
Hætt er við að kayakaðstaðan við Geldingarnesið fari í þessa Sundabraut . Það sem lögð verður áhersla á verður að tryggja að laxagengd í Korpu og Leirvogsá haldi sér. Og hvert fer þá kayakliðið ? Kannski í Veltuvík ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 mar 2014 16:50 - 16 mar 2014 17:00 #17 by Gíslihf
Sundabraut was created by Gíslihf
Nú er Sundabraut á leiðinni í samgönguáætlun ríkisstjórnar. Spurningin er hvað búið er að negla fast í aðalskipulagi Reykjavíkur um útfærsluna og hvað er enn sveigjanlegt. Þegar leitað er á vefnum má finna uppdrætti og myndir af legu Sundabrautar og með hugmyndum um byggð og landfyllingar. Ég óttast að vaðið verði áfram fyrir sem minnstan pening án þess að meta náttúruna mikils. Þá væri ódýrast að byggja veg á uppfyllingu yfir sundin blá, sem víðast eru grunn, ljótan grjótgarð sem kyrkir lífríkið og gerir sundin fyrir innan að fúlapyttum, sem verða síðar fylltir upp. Einnig er hætta á framkvæmdatíma að umferð vinnuvéla og flutningur jarðefni vaði yfir allt þannig að umhverfið verði óþekkjanlegt á eftir, svo slétta menn yfir og sá í sárin og telja sig hafa gert vel!
Ein landfylling væri frá Eiðsgrandanum "okkar" út að "brú", langleiðina út Eiðsvíkina að Fjósaklettum. Önnur landfylling sem sjá má á einni mynd er við Gufunes, en Fjósaklettum virðist vera hlíft í þeirri tillögu. Það er þó sýndargerningur, því að Fjósaklettar eru þar orðnir nánast inni í skoti milli landfyllinga. Það gerist ekki öðruvísi en að botninn þar verður að fjöru með þessu klettum í, svipað og kletturinn vestan við Sundahöfn, þar sem sjósundfólkið kemur stundum í land, steingeldur klettur, sem áður stóð stoltur úti í sjó.
Ég sé mikla möguleika í Gufunesi fyrir aðgengi fólks að strönd og aðstöðu fyrir margs konar sjósport. Spurning hvort hægt er að "selja" slíkar hugmyndir inn í umræðu og skipulag?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum