Í siglingafræði Ferrero (bls. 93-94) er bent á að nota sér fallastraum. Hér eru nánari pælingar um þetta efni: Eyja er d sjómílur frá landi, straumur (Vs hnútar) liggur með landinu frá hægri og róðrarhraði (Vr) þinn er t.d. 3 kn. Hvar er best að fara á sjó?
Svar: Finndu ferðatímann á lygnum sjó t=d/Vr t.d. ef d=4,5 nm þá er t=4,5/3=1,5 klst. Á þeim tíma ber straumurinn þig X=Vs* t Ef straumhraði er t.d. 2 kn X=2*1,5= 3 nm Þá væri best að byrja 3 sjómílur móti straumi frá þeim stað sem er beint móti eyjunni.
Það á að stefna bátnum beint frá landi og hann mun berast að eyjunni, sem þú sérð útundan þér á vinstri hönd. Ef straumurinn er jafn og útreikningurinn réttur, á hornið sem sjónlína til eyjarinnar myndar við langás bátsins ekki að breytast allan tímann.
Það er hægt að sanna með flóknari útreikningum að róðrartíminn til eyjarinnar er stystur frá þessum stað og læt ég útreikninga mína fylgja í viðhengi fyrir þá sem hafa gaman af stærðfræði, skjalið er að finna undir Ýmislegt í skjalasafni:
kayakklubburinn.is/index.php/klrinn-main...iglingafraedhi-daemi