Ferðadagskrá 2014

26 mar 2014 09:25 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Ferðadagskrá 2014
Rétt hjá þér Jói, það er eitthvað lítið orðið um straumkayakfólk í klúbbnum.
Annars er ég búinn að horfa löngunaraugum á Elliðaárnar síðustu daga, enda er hörkuvatn og hitastigið fer batnandi.
Mig vantar bæði straumár og félaga til að geta komist, en er með góðan straumkayak.
Ef einhver er til í að kíkja í holuna og gæti lánað eða selt mér ár, þá er ég meira en til eitthvað hádegið.
Bara hringja í síma 699-5449 eða póst á andri(hjá)reitir.is

Ég var meira að segja að gæla við hugmyndina um að smala saman í Elliðaárródeó í lok apríl en það á kannski heima í öðrum þræði.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 mar 2014 09:11 #2 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Ferðadagskrá 2014
Tek sénsinn á ad hljóma eins og rispud plata, en ég sé enga einustu straumferd í dagskránni.

Er enginn straumrædari í klúbbnum lengur? Eru thad bara ég og Jón Skírnir sem erum ad ranta hér á korkinum?

Finnst thetta ferlega súrt :-(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2014 15:43 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Ferðadagskrá 2014
Takk, Gunni.
Við fórum alltaf frá Hestvíkinni hér fyrrum og því langt utan Þjóðgarðsins og þeirra vandamála sem honum fylgja með umferð fólks á vatninu. Fyrir landi Þjóðgarðsins er alltaf veiðimanna vandamál .

kv. Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2014 15:11 #4 by Gunni
Replied by Gunni on topic Ferðadagskrá 2014
Þetta er nú þannig að vinnuframlag sjálfboðaliða til klúbbsins ræðst af þeim tíma og getu sem þeir hafa og áhuga á svæði til fararstjórnar. Einar hefur farið nokkar ferðir þarna sjálfur og með minni hópa. Það er hætt við að í góðu veðri geti orðið ansi fjölmennt í svona ferð. Það er ekki í boði að fara þarna um með stóran hóp þegar veiði er byrjuð í vatninu og það styttist í það.

Ekki veit ég lagnastöðuna núna og væntanlega hugum við að henni þegar nær dregur.

Í dagskrálýsing stendur "Mæting er á enda Vallhallarstígar, keyrt inn þar sem Valhöll stóð og meðfram ánni út á enda, þar ætlum við að hittast kl 9:30.". Ég trúi því að ESM útbúi fyrir okkur leiðarkort þegar við förum að "peppa" upp stemminguna fyrir þessari ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2014 19:01 - 24 mar 2014 19:02 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Ferðadagskrá 2014
Þingvallavatn 12. apríl , nokkrar spurningar :
- Er Þingvallavatn ekki ísilagt núna svona eins og Tjörnin í Reykjavík -og verður sennilega 12. apríl
- Afhverju er ekki farið á Þingvallavatn þegar gróðurtíminn er kominn -í júní t.d ?
- Ef farið verður hvaðan verður þá lagt upp
Mynd: Sumarferð á Þingvallavatn seinnihlutann í júní
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2014 12:50 #6 by Gunni
Replied by Gunni on topic Ferðadagskrá 2014
Styttist í fyrstu ferðir.
* 6 apríl - Stokkseyri - Selvogur. 3 ára ferð
* 12 apríl - Þingvallavatn. 1 ára ferð.

Sjá lýsingu á ferðadagskrá : www.kayakklubburinn.is/index.php/dagskra/mkr010-mainmenu-111

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2014 09:04 #7 by Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum