Það kíkja vafalaust sumir sem ætluðu í klúbbferð í dag - á sjólagið í dag á leiðinni Stokkseyri - Þorlákshöfn - Selvogur.
Á vef Siglingastofnunar má sjá að við Surtseyjardufl er ölduhæð 3,5 m en 3,7 m við Grindavíkurdufl.
Ekkert öldudufl er nær og ég veit ekki um vefmyndavél sem beinist að ströndinni á svæðinu.
Það væri því gott að þekkja íbúa á svæðinu sem sæi þetta úr stofuglugganum og væri glöggur á veður og sjólag.
Hugsanlega eru brimbrettamenn með þetta allt á hreinu.
Loks má skoða vefsíðuna:
magicseaweed.com/Thorli-Beach-Surf-Report/2385/
Þar er spáð allt að 12,5 ft eða yfir 3ja metra ölduhæð við Þorlákshöfn í dag.