BCU - hvað ?

08 apr 2014 23:44 - 08 apr 2014 23:48 #1 by Gíslihf
BCU - hvað ? was created by Gíslihf
Framundan er áhugaverður fundur fyrir okkur hjá GG Sjósport.
Þar ætlar Maggi að bera saman ISKGA og BCU þ.e. sambærileg réttindi sem fá má gegnum Breska Kanósambandið, BCU. Þau réttindi eru BCU 4 og 5 Star Sea Kayak Leader og þessi samanburður verður áhugaverður.

Við verðum samt að átta okkur á því að starf BCU og próf og réttindi á þess vegum eru svo mörg og fjölbreytt að erfitt er að hafa yfirsýn yfir það allt. Það er t.d. hægt að fá "5 Star Leader" réttindi fyrir 1)sjókayak, 2)White water, 3)Open Canoe og 4)Surf. Þetta allt er aðeins hluti af "Leader qualifictions", sem nær einnig yfir róðrarbáta og flúðasiglingar.

Auk leiðsögubrautarinnar eru tvær aðrar viðamiklar brautir:
Sú fyrri eru "Personal performance awards" þ.e. færniskírteini og ná yfir einnar, tveggja og þriggja stjörnu próf fyrir fullorðna. Auk þess m.a. vel uppbyggt kerfi fyrir ungliða (9-14 ára) með fimm færnivottorðum, þar sem fyrsta er kynning, næstu tvö jafngilda einni og tveim stjörnum hjá fullorðnum en hin tvö eru að kynnast fjölda greina þvert yfir sportið og taka þátt í mótum og keppnum.
Sú síðari er kennarabrautin, Coaching Qualifications, og nær frá því að kenna börnum fyrstu atriðin upp í að þjálfa afreksíþróttamenn - og Bretar stóðu sig vel á Ólympíuleikunum í London.

Þetta er ekki allt. Það er mikið lagt upp úr því að fatlaðir geti verið með og fjölda margt annað.
Niiðurstaða: BCU nær yfir fleira en að "gæda" ferðamenn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum