Tví-vaskað

09 apr 2014 10:54 #1 by Gíslihf
Tví-vaskað was created by Gíslihf
Mörg okkar panta eitthvað erlendis frá í netverslun. Ég tel mig vita að ekki beri að greiða VSK hjá söluaðila í EES ríki þegar pantað er frá Íslandi, enda greiðum við 25,5% vask þegar við leysum vöruna út, hjá Póstinum oftast nær.
BCU vefverslunin brást vel við ábendingu minni og hefur nú lagfært vefsíðuna þannig að þegar valið er Ísland fer VSK-upphæðin í núll. Rétt er að vera vakandi fyrir þessu þegar pantað er frá löndum í ESB, Noregi eða Lichtenstein. Sviss er ekki með í ESB eða EES en hefur gert tvíhliða samninga og ég veit ekki hvernig samkomulag er um vaskinn við þá.
Sjá umrædda vefsíðu: www.bcushop.org.uk/index.php

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum