VINNUDAGUR GELDINGARNESI LAUGARDAGINN 26. APRÍL

12 apr 2014 16:06 #1 by Klara
Mæti og er til í flest tilfallandi verk. Er til dæmis gífurlega öflug í ruslatýnslu og hef líka reynslu í að bera á pallinn ef þarf. Sjáumst sem flest og gerum aðstöðuna okkar enn betri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2014 14:05 #2 by Ingi
Ég ætla að reyna að standa undir þessum gríðarlegu væntingum. Vonast til að sjá sem flesta þar sem að margar hendur vinna létt verk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2014 23:27 #3 by Guðni Páll
Líst vel á þetta, það er kominn tími til að taka til hendinni tók rúnt þarna um í gær og tók nokkrar myndir um leið þá aðalega af drasli og sóðaskap þarna. Læt þær fylgja með.

kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2014 21:30 - 10 apr 2014 21:01 #4 by Össur I
Kæru róðrarfélagar

Við stefnum á vinnudag á Geldinganesi laugardaginn 26. apríl
(sunnudaginn 27. til vara ef veður verður óhagstætt á laugardeginum).

Það sem við stefnum á að koma í verk er að minsta kosti eftirfarandi:

Mála gámana, veggjakrotið, ryðbletti, loftunarristar og nýja gáminn, einnig þök.
Fara á alla gáma með sporjárn, skröpur, vírbursta og slípa, rispa burtu allt ryð eins og unnt er. Grunna með fljótþornandi ætigrunni og lakka yfir með gráa litum okkar.
Taka til í klúbbbátagámum og græja rekka undir dót.
(Fara og henda gömlum bátum og öðru drasli, árar og belgi, koma þessu snyrtilega fyrir)
Fara yfir opnun allra gáma:
Sumir mjög stífir, sérstaklega þegar frost er. Smyrja lamir á öllum gámunum og skoða hvort þarf ekki að taka þéttingar við gólf. Sumir gámarnir eru mjög stífir vegna þess að þeir sitja á þessum þéttingum, spurning um að slípa af gúmmiþéttingum með slípiskífu í slípirokk ??
Bátageymslugámar.
Taka alla báta út og þrífa sópa/smúla vel út úr öllum gámum.
Bæta við reim í neðstu plássin (passa að vatn komist samt út)
Slípa innan úr mannopum á klúbbbátunum.
Slípa af flipunum í mannopinu í klúbbbátunum. Gera þetta við allavega tvo báta.
(Sama og Sigurjón M gerði á sínum bát)
Græja alvöru festingu fyrir gönguhurðina, þannig að hægt sé að krækja henni aftur.
Moka sandinn frá pallinum. (bíla hafa verið að keyra upp á pallinn).
Bera fúavörn í rekkverkið og sætin, verður svo voða snyrtilegt á eftir.
Taka til á nærsvæði við aðstöðuna, tína rusl og hreinsa til, taka saman þangið sem er á víð og dreif um allt og henda.
Þrífa aðstöðugámana, opna og spúla vel ú túr öllum gámum.
Kaupa salernispappír, kaffipúða og KEX

Endilega bætið við listann ef það er eitthvað sem ykkur dettur í hug að væri sniðugt/þarft að gera.
Það er þó háð því að menn nenni að mæta :)

Svo bindum við miklar vonir við að Ingi okkar sjái um að grilla kótelettur í mannskapinn eins og hann gerði svo einstaklega fagmannlega í fyrra og mönnum er ennþá í fersku minni :)

Kv Húsnæðisnefnd

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum