Kæru róðrarfélagar
Við stefnum á vinnudag á Geldinganesi laugardaginn 26. apríl
(sunnudaginn 27. til vara ef veður verður óhagstætt á laugardeginum).
Það sem við stefnum á að koma í verk er að minsta kosti eftirfarandi:
Mála gámana, veggjakrotið, ryðbletti, loftunarristar og nýja gáminn, einnig þök.
Fara á alla gáma með sporjárn, skröpur, vírbursta og slípa, rispa burtu allt ryð eins og unnt er. Grunna með fljótþornandi ætigrunni og lakka yfir með gráa litum okkar.
Taka til í klúbbbátagámum og græja rekka undir dót.
(Fara og henda gömlum bátum og öðru drasli, árar og belgi, koma þessu snyrtilega fyrir)
Fara yfir opnun allra gáma:
Sumir mjög stífir, sérstaklega þegar frost er. Smyrja lamir á öllum gámunum og skoða hvort þarf ekki að taka þéttingar við gólf. Sumir gámarnir eru mjög stífir vegna þess að þeir sitja á þessum þéttingum, spurning um að slípa af gúmmiþéttingum með slípiskífu í slípirokk ??
Bátageymslugámar.
Taka alla báta út og þrífa sópa/smúla vel út úr öllum gámum.
Bæta við reim í neðstu plássin (passa að vatn komist samt út)
Slípa innan úr mannopum á klúbbbátunum.
Slípa af flipunum í mannopinu í klúbbbátunum. Gera þetta við allavega tvo báta.
(Sama og Sigurjón M gerði á sínum bát)
Græja alvöru festingu fyrir gönguhurðina, þannig að hægt sé að krækja henni aftur.
Moka sandinn frá pallinum. (bíla hafa verið að keyra upp á pallinn).
Bera fúavörn í rekkverkið og sætin, verður svo voða snyrtilegt á eftir.
Taka til á nærsvæði við aðstöðuna, tína rusl og hreinsa til, taka saman þangið sem er á víð og dreif um allt og henda.
Þrífa aðstöðugámana, opna og spúla vel ú túr öllum gámum.
Kaupa salernispappír, kaffipúða og KEX
Endilega bætið við listann ef það er eitthvað sem ykkur dettur í hug að væri sniðugt/þarft að gera.
Það er þó háð því að menn nenni að mæta
Svo bindum við miklar vonir við að
Ingi okkar sjái um að grilla kótelettur í mannskapinn eins og hann gerði svo einstaklega fagmannlega í fyrra og mönnum er ennþá í fersku minni
Kv Húsnæðisnefnd