Við rérum Geldinganeshring réttsælis, með Þerneyjarkræku og lensuðum undan vestan öldunni norðan megin Geldinganes. Veðurspáin gekk nokkurn vegin eftir, og fengu við því smá öldu, vestan megin Geldinganes. Við Veltuvíkina fóru flestir sullæfingar, þ.e björgunaræfingar og veltur, sem þýðir að vorið er komið. Ágúst Ingi var með rússneskan sjóhitamæli, sem mældi yfirborðs hita í sjónum milli 3-4 gráður á Celsius.
Páll R, Klara, Þóra, Helga, Eyþór, Aron, Ágúst Ingi og undirritaður héldum upp merki félagsróðranna að þessu sinni, en Sigurjón M og Össi voru mættir snemma og sjósettu um níuleitið í morgun.
Svunturnar sem voru keyptar með Club bátunum voru á einhverjum flakki í dag, amk fundum við þær ekki, Ef þú veist hvar þær er að finna, þá máttu gjarnan láta okkur hin vita.
Minni á Þingvallarferðina á morgun. Sundlaugaræfingin fellur að öllum líkindum niður vegna sundmóts.
kv
Sveinn Axel