Félagsróður 12. apr

12 apr 2014 14:13 - 12 apr 2014 20:53 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 12. apr.
Við rérum Geldinganeshring réttsælis, með Þerneyjarkræku og lensuðum undan vestan öldunni norðan megin Geldinganes. Veðurspáin gekk nokkurn vegin eftir, og fengu við því smá öldu, vestan megin Geldinganes. Við Veltuvíkina fóru flestir sullæfingar, þ.e björgunaræfingar og veltur, sem þýðir að vorið er komið. Ágúst Ingi var með rússneskan sjóhitamæli, sem mældi yfirborðs hita í sjónum milli 3-4 gráður á Celsius.
Páll R, Klara, Þóra, Helga, Eyþór, Aron, Ágúst Ingi og undirritaður héldum upp merki félagsróðranna að þessu sinni, en Sigurjón M og Össi voru mættir snemma og sjósettu um níuleitið í morgun.

Svunturnar sem voru keyptar með Club bátunum voru á einhverjum flakki í dag, amk fundum við þær ekki, Ef þú veist hvar þær er að finna, þá máttu gjarnan láta okkur hin vita.

Minni á Þingvallarferðina á morgun. Sundlaugaræfingin fellur að öllum líkindum niður vegna sundmóts.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2014 13:30 - 11 apr 2014 14:23 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 12. apr.
Þingvallarferðinni hefur víst verið frestað vegna veðurs. Hefðbundinn félagsróður verður þá frá Geldinganesinu í fyrramálið, mæting kl. 09.30.

Veðurspá: NNV eða NV 6-10 m/s, 4 stiga hiti, þurrt. Það eru þá eihverjar líkur á einhverjum skemmtilegum öldum við Fjósakletta eða vestur enda Gnes...Eitthvað sem má leggja út með, hvað varðar val á róðraleið.

Val róðrarleiðar ræðst af hópnum og veðri og verður ákveðið á staðnum.
kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2014 10:47 - 11 apr 2014 13:31 #3 by SAS
Félagsróður 12. apr was created by SAS
Undirritaður var settur róðrastjóri á félagsróðurinn í Geldinganesinu á morgun. Ætla hins vegar að mæta í Þingvallaferðina í fyrramálið og hef ekki tekist að fá annan róðrarstjóra í minn stað. Það stefnir í hörku mætingu í Þingvallarferðina.

Ætla ekki að leggja til, að hefðfundinn félagsróður falli niður, áhugasamir mæta bara og róa það sem þeir vilja, en hætt við að mæting verði lítil vegna Þingvallarferðarinnar.

Á sunnudaginn kemur, kl 09:30, mun ég mæta í róður í Geldinganesinu og eru allir velkomnir með.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum