Þegar ég byrjaði í kayaksportinu var ekki mikið um úrval kayaka . Og til að svala forvitni minni um hvort þetta sport hentaði mér var ekki lagt í mikinn kostnað við upphafið.
Keyptur var uppblásanlegur kayak frá Ameríku fyrir fáeina USD,
Þessi kayak var fyrir einn mann. Hann var uppblásinn á báðum hliðarslöngum ásamt botni . Sætið var einnig uppblásið. Efnið var þunnt PVC plast.
Hann var mjög meðfærilegur að ferðast með og síðan bara pumpaður upp á staðnum.
Á þessum farkosti réri ég inni á Sundum m.a umhverfis Viðey og víðar frá Geldinganesinu.
Einnig í Hvalfirði frá Hvammsvík vítt um.
Mesta ferðin var í Breiðafjarareyjarnar við og kringum Dagverðanes.
Engin svunta var - báturinn var alveg opinn. Sjóhæfni var góð og stöðugleiki ágætur.
En það var galli hversu varlega þurfti að fara til að forðast leka á belgnum. Því voru bætur ,lím og pumpa alltaf um borð.
Mer er minnisstæður róður út í Viðey frá Geldinganesi . þegar lak úr annari hliðaslöngunni og ég þurfti að taka land á Sundabakka til að bæta.
En ekki náðist mikill róðrarhraði 3,5- 4 km/klst þegar best gekk.
Það var því skipt yfir í plastkayak , Hasle Explorer að nafni sem hefur þjónað mér vel og lengi.
Fyrsta "flotvestið " var uppblásinn púði sem troðið var innan undir regnjakka- að framanverðu- en var samt í blautgalla.
Sævar Helgason , kayakræðari á róðri við Dagverðanes undan Fellströnd
Myndina tók Hörður Kristinsson sem var með í ferðinni en kayaklaus. Hann var að kynna sér undur kayakmennskunnar hjá Sævari Helgasyni , hinum þrautreynda kayakræðara - um Breiðafjarðareyjar.
Hafið gaman og nokkra skemmtan af :_)