Skemmtilegar myndir úr skemmtilegum róðri.
Ég lærði í dag að öldur við skeljasandsfjöruna á Gufunesi eru bara til að horfa á, hef ekki ennþá losnað við óbragðið úr munninum eftir eina veltu þar. Ég held að úldið sorp, blandað við fiskislor bragðist nákvæmlega eins og sjórinn í þessari fjöru
Félagsróður á morgun, blástur suðvestan 10 +/-,
tökum stefnuna i Gullinbrú, puð á móti innúr og tóm hamingja heim aftur, það verður straumur út úr voginum, ættum að geta æft eitthvað rugl í straumnum. Kaffi má taka með og setjast í víkina neðan við brú, þeir sem ekki eru kaffiþyrstir geta æft sig út í eitt.
lg