Vinnudagur Geldinganesi, laugardaginn 26. apríl

01 maí 2014 17:11 #1 by Gummi
Þar sem við heyrðum undirritaðan óm frá gámunum þá var þetta fullkomlega löglegt.
Nú er bara að splæsa í flaggstöng fyrir Reykjavíkurbikarinn :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2014 16:22 #2 by SPerla
glæsó spæsó, nú ætti aðstaðan að vera orðin tip top :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2014 13:20 - 01 maí 2014 13:24 #3 by Össur I
Við Einar Sveinn munduðum pennslana í morgun eins og engin væri morgundagurinn. Máluðum þökin á gámunum og vorum voða montnir í lok verks. (vona að við séum ekki lögbrjótar á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.)
Bættum við snögum og dittuðum að einu og öðru í fyrrakvöld

Nú förum við félagarnir að snúa okkur að róðri :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2014 11:12 #4 by Gíslihf
Vel gert Perla.
Ég var þarna síðdegis á mánudag og svo aftur á æfingatíma á þriðjudag á nýábornum pallinum og var að velta fyrir mér hver hefði gert þetta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2014 21:06 #5 by Klara
Hrúgan var á sínum stað kl 19, en Borgin var víst að dinglast e-ð á svæðinu í dag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2014 17:16 #6 by Össur I
Já, það veit ég :)
Talaði við þá aftur í morgun og þeir lofuðu að taka þetta í dag, gæjinn sagði meira að segja er það ekki búið :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2014 16:38 #7 by SPerla
Mundaði pensilinn af miklum móð í dag og náði að fúaverja pallinn.

Annað..... veit einhver hvenær borgin ætlaði að ná í ruslið?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2014 20:07 #8 by Ingi
Ekki amalegt að fá veðurguðina með sér í svona verkefni. Við getum verið stolt af árangri dagsins. Er til betri aðstaða frá náttúrunar hendi?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2014 18:38 - 26 apr 2014 18:46 #9 by Össur I
Vil þakka öllum sem lögðu hönd á plóg í dag.
Þrekvirki unnið og ágætis mæting, hélt þó að við værum um 300 í klúbbnum en ekki 30.
Vona eftir myndum sem teknað voru af herlegheitunum,
Náðum að ryðhreinsa og mála gámana sem var frábært, þrifið og ýmislegt lagfært.

Glæsilegt takk fyrir og kótelettunar Ingi minn........þvílík snilld

Myndir sem Ingi tók

Myndir sem Jónas tók

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2014 19:56 #10 by Jónas G.
Stefni á að mæta (tek verkfæratöskuna með mér).
Sjáumst á morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2014 18:58 #11 by Ingi
Staðfesti þetta með kótiletturnar.
yfirgrillari Kayakklúbbsins,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2014 17:36 #12 by Þorbergur
Ég kemst ekki núna, þarf að vinna!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2014 15:27 - 25 apr 2014 15:27 #13 by Össur I
Bara a benda ykkur á að Ágúst Ingi er búinn að kaupa kótelettur.
Hann er sko kótelettumaðurinn :)

og svo líka bara að koma þessu upp, þetta er sko á morgun :)
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2014 08:21 #14 by Marc
Hello,
I can't help you on Saturday because I'll work.
But I can on Sunday if there is an extra.
Marc

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2014 20:37 #15 by Gummi
Mæti snemma og fer örugglega snemma með punginn með mér þar sem ég þarf víst að mæta á sama viðburð í garðinum heima hjá mér.
En pant ekki mála ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum