Byrjandi

27 apr 2014 13:58 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Byrjandi
Yfirlit yfir nokkrar verslanir er að finna á vefkrækunum
kayakklubburinn.is/index.php/frodhleikur/vefkraekjur

kc

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2014 13:47 #2 by Hilmar
Replied by Hilmar on topic Byrjandi
Gallarnir frá GG eru góðir og á ég einn slíkan, en ég vil líka benda á galla frá www.chillcheater.com/aqshop/catalogue.php?id=208&page= en við hjónin pöntuðum okkur galla frá þeim sem eru sérsaumaðir á okkur og eru klæddir að innan með flísefni, anda og eru mjög þjálir. Rennilásar sér fyrir konur og sér fyrir karla. Kostuðu hingað komnir 86.000.-kr og eru með hettu sem maður bara smellir á.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2014 08:21 #3 by Heimir
Replied by Heimir on topic Byrjandi
Takk kærlega, við fórum í GG sjósport og tókum þurrgalla þar, fengum góða þjónustu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2014 11:12 #4 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Byrjandi
Mæli med thurrgalla. Hvort madur vill hafa hann renndan ad framan eda aftan, med eda án sokka o.s.frv er kannski ekki svo mikilvægt fyrir byrjanda. Léttilás (e. relief zipper) ad framan er hrein snilld fyrir hlandsprengda rædara.

Sé ad hér inni er mælt med GG Sjósporti. Ég ætla ad gerast svo kræfur ad mæla med internetinu.

Hér eru ódýrir en vel fúnkerandi gallar frá Mythic::
www.mythicdrysuits.com/pages/the-cheapes...its-in-north-america

Og hér eru gallar frá Lomo í Skotlandi. Á sjálfur svona og hann entist mér í thrjú tímabil - á straumkajak og í rafti. Ef ég man rétt thá á hann Sævar Helgason svona líka.
www.ewetsuits.com/acatalog/Drysuits-Surface.html


/J

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2014 22:07 #5 by skulihs
Replied by skulihs on topic Byrjandi
Sæll. Ég var í þessum sömu sporum fyrir ári síðan og var niðurstaðan að kaupa þurrgalla. Algjörlega sannfærður í dag að það hafi verið rétt ákvörðun, aldrei kalt að neinu ráði sama á hverju gengur. Þá og að ég held ennþá var tvímælalaust besta verðið miðið við gæði gallarnir hjá GG Sjósport. Við skoðuðum einhverja galla í Bauhaus sem voru á svipuðu verði, mögulega aðeins ódýrari, en hvað gæði varðar var ekki hægt að líkja þeim saman við gallana hjá GG. Í Bauhaus göllunum hreinlega svitnaði maður án þess að vera á hreyfingu, engin öndun og latex í hálsmáli en ekki neoprene.
Kv - Skúli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2014 17:02 #6 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Byrjandi
Sæll Heimir

Ég held að bestu kaupin væri í þurrgalla, aðalega vegna þess að þú getur róið í honum allt árið og það er mjög æilegt að koma alltaf þurr í land eftir róður. Ég mæli allavega alveg hiklaust með því að fólk fái sér þurrgalla það auðveldar ykkur líka að æfa ykkur í sjó í sumar. En verðin þekkji ég bara ekki alveg nóog vel en myndi halda að þeir í GG Sjósport gætu hjálpað þér með þetta.

P.S svo eru allir velkomnir í félagsróðra hjá Kayakklúbbnum og þar fá allir leiðsögn sem vilja frítt.

Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2014 14:22 #7 by Heimir
Byrjandi was created by Heimir
Við hjónin erum að byrja í þessu sporti og erum að velta fyrir okkur hvernig fatnaður sé hentugastur ?
eigum við að fá okkur þurrgalla og hvar er besta verðið ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum