Í upphafi sumars

26 apr 2014 18:33 - 26 apr 2014 18:43 #1 by Össur I
Replied by Össur I on topic Í upphafi sumars
Við erum að vinna að því skrifa reglur sem settar verða á heimasíðuna varðandi báta og búnað sem klúbburinn á.
Umgengnisreglur og að menn séu alfarið á eigin ábyrgð eins og um eigin búnað væri að ræða, eins og Svenni kemur inná.
kv öi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2014 16:17 - 26 apr 2014 18:00 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Í upphafi sumars
Hvað varðar kayakana í Geldinganesinu, þá hefur eftirfarandi gilt:
Kayakar félagsins í Geldinganesinu eru til afnota fyrir félagsmenn gesti þeirra og nýliða, en aðeins í Geldinganesinu. Það er ekki heimilt að flytja þá af Geldinganesinu, þ.a. þá er ekki hægt að nota í ferðum félagsins eða í öðrum ferðum utan Geldinganesins.

Það er eins með þá sem róa á kayökum félagsins og þá sem róa á eigin bátum, hver og einn er alfarið á eigin ábyrgð, félagið eða aðrir félagsmenn bera enga ábyrgð, nema á sjálfum sér. Að sjálfsögðu pössum við hvort annað og aðstoðum eins og alltaf

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2014 09:20 #3 by Gummi
Í upphafi sumars was created by Gummi
Sælir félagar og Gleðilegt sumar
Ég ætla í upphafi að nefna að ég vil ekki vera með nein leiðindi heldur eru þetta bara hugrenningar mínar eftir fundin með Magga og Guðna Páli fyrr í vikuni.

Nú á klúbburinn nokkra báta sem eru lánaðir þeim sem langar til að prufa sportið, sem er gott.
En hvernig erum við tryggð gagnvart því ef einhvað kemur fyrir þá sem fá bátana lánaða, drukknun eða einhver örkuml.
Eru td einhverjir óvanir með aðgang að bátunum okkar sem ekki eiga báta sjálfir og eru jafnvel að bjóða sínum vinum með að prófa ?
Ég man að fyrir nokkrum árum þegar Maggi og Hörður byrjuðu með sinn rekstur að þá áttum við að benda þeim sem langaði til að leigja sér bát að hafa samband við Magga og Hörð.
Ég hef nefnilega tekið eftir að bátarnir okkar eru að poppa upp í hinum ýmsu skipulögðu ferðum klúbbsins.
Eru til einhverjar reglur um útlán á búnaði klúbbsins og ef svo sé þá væri fínt að hafa þær uppi við, td í aðstöðuni í Geldinganesi. Ég man bara eftir að hafa séð bók þar sem skráð eru útlán á bátunum.

Ég er bara að spá í hvaða reglur eru í gangi og hvernig þeim sé framfylgt.

Mér finst öryggisstefnan í félagsróðrum mjög góð og henni vel framfylgt, en er bara að spá í allar hinar klukkustundirnar í vikuni sem engin er á svæðinu til að framfylgja stefnuni.

Mér finst bara skrítið að þeir félagar Maggi og Hörður geti ekki leigt út bát nema maður fylgi, á meðan hver sem er geti nálgast bát hjá klúbbnum og gert það sem hann vill svo lengi sem hann borgar félagsgjöld, eða ekki.

Kanski er þetta tómt bull hjá mér en það verður þá bara rekið öfugt ofan í mig aftur

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum