Aukafélagsróður 1. maí

01 maí 2014 23:47 #1 by Guðni Páll
Takk fyrir góðan dag, gaman að sjá hvað margir létu sjá sig vonandi sjáum við sem flesta á sjó í sumar og í ferðum á vegum klúbbsins.

Kv Guðni Páll

Myndir
plus.google.com/u/0/photos/1110785936800...thkey=CKKV0u-W5tySIg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2014 17:29 - 01 maí 2014 17:31 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Aukafélagsróður 1. maí
Og hér eru nokkar Myndir úr aftasta bát
Takk fyrir daginn

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2014 17:14 #3 by Jónas G.
Hæ, hérna eru nokkrar myndir úr róðrinum í dag.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2014 17:26 #4 by Klara
Replied by Klara on topic Aukafélagsróður 1. maí
Það er góð veðurspá fyrir morgundaginn og skráning í róðurinn er frábær.

Að öllu óbreyttu höldum við róðrarplani en minnum á að það er um að gera að taka með sér nesti (og heitan drykk) fyrir stoppið í Þerney og jafnvel regnslá eða einhver hlífðarföt til að hafa í stoppinu.

Minnum á að þetta er félagsróður þannig að allir félagsmenn eru velkomnir með.

Við verðum mætt upp úr 9 í fyrramálið og verðum með kaffi og kex.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2014 18:06 - 27 apr 2014 18:11 #5 by Klara
Replied by Klara on topic Aukafélagsróður 1. maí
Undirbúningsnefndin tekur starf sitt alvarlega og skoðaði mögulega leið í dag við bestu hugsanlegu aðstæður.

Ef veður leyfir verður róið frá Geldinganesi, með nesinu inní Veltuvík og þaðan yfir í Þerneyjarsund. Nestisstopp verður tekið í Þerney og síðan róin svipuð leið til baka. Þetta ætti að vera um 5 km leið og á bakaleiðinni verða mögulegar teknar æfingar í Veltuvík við hæfi hvers og eins. Þegar þetta er ritað er veðurspáin fín og það verður vonandi góð mæting. Þegar eru amk 6 ræðarar skráðir til leiks og vonandi bætast fleiri við eftir helgi.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 apr 2014 00:00 #6 by Klara

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum