Stórir straumar í vikuni

17 maí 2014 10:38 - 17 maí 2014 10:39 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Stórir straumar í vikuni
Það mættu sjö ræðarar og höfðu gaman af aðstæðum. Ýmsar róðrar-æfingar voru stundaðar ásamt lífsnauðsinlegum björgunaræfingum. Fólk synti og lét bjarga sér með kastlínu og fékk að auki að prófa hæfni sína með kastlínu.
Það er greinilegt þegar borin er saman hæfni þeirra sem mættu saman við þegar fólk mætti fyrst á svæði í fyrra, að nú eru allir farnir að átta sig á hvar straumskil liggja og eru farin að nýta sér þau til fullnustu.
Ég tók engar myndir í þetta skipti en þar sem ég var spurður hvar myndskeiðið frá í fyrra væri þá læt ég það fljóta með hérna.

Ef einhver hefur áhuga á að fara í dag (17.mai) þá er ég til, það þarf bara að láta vita hér og ég mæti :)

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2014 23:19 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Stórir straumar í vikuni
Á morgun þann 16. maí er stóri dagurinn og ætlum við all-nokkur að mæta undir Gullinbrú uppúr 15:30
Ég vil hvetja alla sem hafa tíma til að mæta og njóta leiðsagnar þeirra sem á svæðinu verða. Það er fínt að mæta þarna með stramukayak og æfa sig í að fara út úr lygnu vatni yfir í straum og svo öfugt. Enn betra er að mæta með sjóbát og taka hressilega á því.
Það er engin hætta á ferð þarna og allir ættu að finna sér áskorun við sitt hæfi einhvers staðar á svæðinu.

Það er fínt að enda góða vinnuviku í hópi góðra félaga og reyna sig aðeins í straumnum.

Sjáumst hress
Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2014 23:15 - 15 maí 2014 23:16 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Stórir straumar í vikuni
Ég ætla að koma - best að koma með straumbátinn, alltaf hægt að gera einhverjar æfingar.
Sjóbátarnir eru líka góðir í þetta eins og þeir vita sem hafa verið í Holyhead í Wales - og það allt í stærri stíl.
Það er þægilegt að sjósetja við rampinn í Bryggjuhverfinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2014 19:22 #4 by Gummi
Best að kasta inn einni bombu í tilefni dagsins ;)

Á meðan Varúlfar og Blóðsugur flakka um í fullu tungli þann 14. maí þá getum við hin skellt okkur undir Gullinbrú og gultlað þar í straumnum.
Föstudagurinn 16. er besti dagurinn og þá er fjara klukkan 13.26 og því ættu að vera mjög góðar aðstæður tveim tímum seinna eða klukkan 15.26 og haldast þannig í ca tvo tíma.

Ég stefni á að mæta á svæðið milli 15:30 og 16:00
Síðan er hægt að fara aftur á laugardeginum og mæta þá á svæðið klukkan 16:00

Vonast til að sjá sem flest því þetta er mjög skemmtilegt.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum