Hvítá á miðvikudag, 14. maí

16 maí 2014 15:32 #1 by jsa
Mega :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2014 14:33 #2 by Steini
Frábært !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2014 17:23 - 15 maí 2014 19:14 #3 by Andri
Ég get játað að skýrslan kemur fullseint, vona að það verði fyrirgefið :)
Þetta var frábær ferð í gær og fyrir suma veit ég að hún verður ógleymanleg. Viktor og Elli hjá Bátafólkinu á Drumboddstöðum bættust við og því urðum við átta sem rérum. Rennslið var um 113 m3/s og við sáum þónokkurn mun á ánni frá því síðast. Strax við ölduna lentu tveir á sundi og svo aftur í Illvita þannig að ferðin niður fyrir Brúarhlöðin fór að mestu í björgunaræfingar og veltur. Björgunaræfingarnar stóðu þó ekki lengi, enda allstaðar stutt í næsta "eddy" og góða staði til að tæma bátana. Ég gat ekki betur séð en að hópurinn hafi haft gaman að buslinu, enda bros á hverju andliti sem entist alla leið.
Á Drumboddstöðum fengum við að skitpa um föt í frábærri aðstöðu og einhverjir fengu sér hressingu í betri stofunni áður en við keyrðum heim.

Þakka Bátafólkinu fyrir frábærar móttökur og öllum sem komu fyrir skemmtilegan dag.

Hér er mynd sem var tekin rétt áður en við lögðum af stað, verst að það vantar Ella og Viktor á hana
Attachments:
The following user(s) said Thank You: jsa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2014 16:47 - 15 maí 2014 21:59 #4 by Gíslihf
Verið getur að einhverjir bíði eftir að frétta af þessari ferð. Andri mætti gefa skýrslu enda stóð hann fyrir ferðinni og ég treysti mér ekki til að fara rétt mé öll nöfnin og Guðni Páll tók einhver myndskeið.
Mér reyndist þetta vera afslappaður róður og virðist vera farinn að venjast ánni þegar ekki er of mikið í henni (70-120 m3/s) . Á leiðinni taldi Guðni Páll sig sjá á netinu að rennslið væri nálægt 200 m3/s og þá fann ég allt í einu sömu tilfinninguna og þegar ég var að fara í Hvítá í fyrsta sinn, spenningur og kvíði í maganum! Þetta reyndust svo vera tölur af vatnshæðarmæli :)
Allt gekk þetta vel og var skemmtilegt að mínu mati - en það kom sér vel að með í hópnum var einn atvinnumaður sem gat verið snöggur að draga sundmenn í land.
PS: Riot báturinn og AT árin sem ég keypti af Jóa Kojak reynast vel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2014 20:52 #5 by Steini
Ánægjulegt að sjá aukinn áhuga á Hvítárferðum, hefði gjarnan skellt mér með hefði ég verið á landinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2014 13:38 #6 by Andri
Já, sumarið er rétt að byrja. Það verða fleiri ferðir og korkurinn er frábær leið til að fá þátttöku. Tek undir með Sveinbirni, auðvitað eigum við að láta vita ef ferðum ef að einhverjir vilja ,,fljóta með".
Nú er allt að verða klárt og amk sex ræðarar búnir að mælda sig með, þau eru:
Ég, Gísli, Guðni Páll, Guðmundur Tryggvi, Friðrik og Þóra. Leggjum af stað um kl 17.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2014 13:04 #7 by sveinkur
Gaman að sjá að menn eru farnir að láta vita af ferðum.
Kemst því miður ekki.
En látið endilega vita af fleiri ferðum.
Straumurinn er bara gaman ef menn vita hvað þeir eru að gera.

Kv. Sveinbjörn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2014 20:03 #8 by Jói Kojak
Ef ég væri á landinu þá myndi ég skella mér með ykkur.

Mæli með loftpúðum í bátana. Eykur flotið til muna og auðveldar mönnum að koma bátnum á land aftur. Kastlína er náttúrulega skylda - alltaf. Hvort menn eru með kýrhala (cowtail) í vestinu eða ekki er kannski meira val hvers og eins. Sjálfur er ég hættur að skarta slíku vegna þess að ég vil minimera allt dinglumdangl sem hangir á mér og minnka þannig hættuna á að húkkast einhvers staðar fastur. Svolítið annað umhverfi hér í Noregi þar sem allt er skógi vaxið. Í Hvítánni er upplagt að nota cowtail en samt ekki nausynlegt þar sem hún er nú frekar róleg og stutt í næsta eddy.

Þið klárið þetta með stæl - ekki nokkur vafi þar á.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2014 17:28 - 13 maí 2014 17:36 #9 by Gíslihf
Ef svo fer sem horfir þá verðum við 5 ræðarar í þessari ferð á miðvikudag. Það er viss kostur að ekki eru fleiri, sérstaklega ekki óvanir, því að enginn okkar er á heimavelli í straumnum. Það vantar þjálfun og réttu græjurnar til að koma sundmanni í land og bát sem er 2-300 kg fullur af vatni á hraðri ferð í straumnum. Við Guðni Páll o.fl. vorum eitt sinn að æfa notkun kastlínu undir Gullinbrú og það endaði með löskuðum fingri og sá sem var í straumnum þurfti sjálfur að synda í land!
Ég á eina góða bók um þetta efni sem heitir "White Water Safety & Rescue" eftir Ferrero, þann sama sem skrifaði litlu siglingafræðina fyrir 4* sjó. Það er ágætt að lesa góða bók, en það dugar álíka vel og að taka kennslubók í sundi með sér í sundpróf, fyrir mann sem kann ekki að synda. Allt slíkt þarf verklega þjálfun, hvort sem er á sjó eða í straumi.
Hvað sem þessu líður, er ég viss um að við klárum þetta allt vel, en óneitanlega væri gott að hafa fullreyndan straumræðara með í för.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2014 20:22 #10 by Andri
Gísli, þér er óhætt að horfa. Við Guðni Páll skulum halda aftur af þér ef þér dettur einhver vitleysa í hug :)

Annars er það að frétta af Hvítárferðinni að ég á jafnvel von á tveim félögum til viðbótar og er enn að vonast til að fleiri meldi sig með. Ég hringdi á Drumboddsstaði áðan og fékk þær fréttir að það er engin ferð skipulögð á miðvikudaginn. Aldrei að vita nema eitthvað af starfsfólkinu á Drumboddsstöðum komi með okkur, sú sem ég talaði við ætlaði að láta hina vita og athuga hvort að einhver vildi skella sér með.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2014 17:35 #11 by Jói Kojak
Biðst forláts :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2014 13:46 - 12 maí 2014 14:40 #12 by Gíslihf
Jóhann! Við ætlum að fara í skemmtiferð en ekki að stofna lífi okkar í voða!

Fyrst þarf að læra að skríða og ganga með, síðan óstuddur áður en farið er að hlaupa.
Mér sýnast þessir kappar vera að hlaupa þvert yfir hraðbraut með flutningabílum á fullri ferð!

Ég ræð þeim sem ætla að koma í notalega salíbunu niður Hvítá frá því að horfa á myndbandið hér á undan enda munu margir sem fóru að hlaupa áður en þeir kunnu að ganga í þessari íþrótt dottið fram fyrir sig og fengið blóðnasir og aldrei reynt aftur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2014 07:00 #13 by Jói Kojak
Getid hitad upp med thví ad horfa á thetta:

www.kayaksession.com/2014-wwgp-stage-4-b...hallenge-highlights/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2014 22:02 #14 by Andri
Ég, Gísli og Guðni ætlum að skella okkur í Hvítánna á miðvikudagskvöldið.
Við reiknum með að leggja af stað ekki seinna en kl 17 og yrðum þá líklega komnir til baka milli kl 22 og 23.
Það væri gaman að fá fleiri félaga með, endilega hafið samband eða látið vita hér á korkinum ef þið hafið áhuga á því.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum