Þriggja stjörnu æfingar eftir minni

12 maí 2014 17:35 - 12 maí 2014 17:37 #1 by Klara
Skemmtilegt og það væri gaman að hafa við tækifæri 3* æfingadag/róður.

Ég man eftir nokkrum atriðum sem voru í 3* prófinu sem eru ekki á listanum hjá þér:
- félagabjörgun
- bakkað út í straum, aftur fyrir bauju og til baka.
- róið út í straum/vind og teknar 90° beygjur við baujur (4 ef ég man rétt), bæði upp og niður straum/vind. Prófraunin var þá að nota "rétta" aðferð við hverja beygju.
- síðan voru hliðaráratök, þ.e. róið beint að bauju og báturinn "tekinn" til hliðar (man ekki "fræðilega" heitið á þessu).

En það væri mjög gaman að hafa esk æfingaprógramm í þessu, hvernig væri að einhvern góður ræðari (= Gísli...) tæki að sér að skipuleggja eitthvað í þessa áttina?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2014 14:18 - 12 maí 2014 14:39 #2 by Gíslihf
Við SAS höfum verið að skoða DVD með því sem 3* ræðari á að kunna. Það er gott færnistig til að styðja klubbfélaga upp á og gæti hugsanlega verið krafa í einhverjum kringumstæðum.
Ég var um 1 klst á sjó fyrir hádegi og gerði eftirfarandi, en gott væri að vera með minnispunkta með sér, með öllum færniþáttum fyrir 3ja stjörnu stigið - í einhverjum félagsróðrum.
  1. Upphitun í fjörunni.
  2. Róðrartækniæfingar á leiðinni út í Veltuvík: Árastýring á stefni, hlið og skut, begjuáratök, allt á báðar hliðar og sumt aftur á bak.
  3. Veltuæfingar í víkinni: Veltur á báðar hliðar, stefni upp í vindinn, undan vindi og móti vindi, sleppa ár og sækja hálfa varaár í kafi og velt upp,
  4. Kúrekainnstunga, sundvelta og dæling á eftir með svuntu á til að líkja eftir aðstæðum í ólgu.
  5. Synt að landi með bátinn í togi móti vindi. Lítt miðaði og eftir stundarkorn þraut þrekið en ég botnaði og gat vaðið í land.
GBB var að fara á sjó þegar ég kom í land.
Það var stór fjara og ég hirti upp baujuna sem notuð var í keppninni á laugardag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum