Við SAS höfum verið að skoða DVD með því sem 3* ræðari á að kunna. Það er gott færnistig til að styðja klubbfélaga upp á og gæti hugsanlega verið krafa í einhverjum kringumstæðum.
Ég var um 1 klst á sjó fyrir hádegi og gerði eftirfarandi, en gott væri að vera með minnispunkta með sér, með öllum færniþáttum fyrir 3ja stjörnu stigið - í einhverjum félagsróðrum.
- Upphitun í fjörunni.
- Róðrartækniæfingar á leiðinni út í Veltuvík: Árastýring á stefni, hlið og skut, begjuáratök, allt á báðar hliðar og sumt aftur á bak.
- Veltuæfingar í víkinni: Veltur á báðar hliðar, stefni upp í vindinn, undan vindi og móti vindi, sleppa ár og sækja hálfa varaár í kafi og velt upp,
- Kúrekainnstunga, sundvelta og dæling á eftir með svuntu á til að líkja eftir aðstæðum í ólgu.
- Synt að landi með bátinn í togi móti vindi. Lítt miðaði og eftir stundarkorn þraut þrekið en ég botnaði og gat vaðið í land.
GBB var að fara á sjó þegar ég kom í land.
Það var stór fjara og ég hirti upp baujuna sem notuð var í keppninni á laugardag.