Sæl
Eftirfarandi tilkynning kom í netbankann hjá mér: Ágætt að hafa í huga þegar fólk ætlar sér að ferðast og gera eitthvað af því sem upp er talið. Semsagt: Við verðum að tryggja okkur sérstaklega fyrir þessu sem talið er upp.
Einfaldari og aðgengilegri kortaskilmálar Íslandsbanka
Þann 1. maí tóku gildi nýir skilmálar fyrir ferðavernd kreditkorta Íslandsbanka, framvegis verða sameinaðir skilmálar fyrir öll kort en áður voru þeir aðskildir fyrir hvert kort.
Markmið breytinganna er að skilmálarnir verði einfaldari og aðgengilegri fyrir korthafa, auk þess að samræma og einfalda orðalag.
Fremst í skilmálunum er núna tafla yfir þá vernd sem hvert kort innifelur, vátryggingafjárhæðir og eigin áhættur.
Efnislegar breytingar eru litlar, enda markmiðið ekki að breyta bótasviði skilmálanna heldur eingöngu að einfalda og samræma. Helsta breytingin er að orðalag hefur verið uppfært til samræmis við það sem almennt er notað í öðrum skilmálum til að skilgreina hvaða áhættuathafnir falla ekki undir slysatryggingu:
Tjón sem beint eða óbeint leiðir af hvers konar fjallaklifri, bjargsigi, fallhlífarstökki, loftbelgjaflugi, teygjustökki, svifdrekaflugi, svifflugi, kajakferðum, siglingum á bátum sem róið er niður straumharðar ár og fljót, froskköfun eða öðrum athöfnum neðansjávar eða neðanjarðar, kappreiðum og/eða athöfnum sem eru sambærilegar og eðlisskyldar öllu framantöldu.