Ég hef verið í ánni Tyne á þessum slóðum, bæði í Hexam og Corbridge, sem koma við sögu. Áin er almennt byrjendaá, grade 1, nema þegar mikið er í henni. Í Hexam er stór róðrarklúbbur og þar fyrir neðan og víðar eru yfirfallsstíflur (weir). Þessar manngerðu stíflur eru það hættulega á þessari leið.
Í BCU handbókinni er þetta "hola" af gerðinni "straight stopper", sem getur verið dauðagildira, því að það er engin leið út, aðeins undir. Þegar þú nálgast "weir" er áin slétt og hægir á sér og framundan endar vatnið á láréttri línu, holan sést ekki og ekki er víst að niðurinn heyrist ef veður er þannig. Ræðararnir voru á Sit-on-Top bátum þannig að þeir mundu strax lent á sundi við slíkar aðstæður.