Innlegg í öryggisumræðuna

13 maí 2014 22:12 - 13 maí 2014 22:14 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Innlegg í öryggisumræðuna
Já það er rétt hjá þér Gísli.
Á Svift water námskeiðinu vorum við rækilega minntir á að við þessar stíflur myndast holur sem eru algerar dauðagildrur og á sólríkum sumardögum drukknar fólk í augsýn allra og engin getur rönd við reist. Við vorum varaðir við því að reyna að leikja hetju og fara til að bjarga fólkinu sem væri fast í holuni því það væri jafn víst að við enduðum þar sjálfir með því.

Samkvæmt fréttini fundust lík mannana rétt neðan við stíflu í ánni og það segir manni að líkast til hafa þeir drukknað í holuni fyrir neðan stífluna. Það er nefnilega þannig að ofast finnast þeir sem leitað er að mjög nærri staðnum sem dró þá til dauða.

Ég vil ekki tengja þessa frétt SOT bátum frekar en öðrum, frekar vil ég benda á að menn og konur íhugi vel hvað það er að fara út í og hvort það hafi yfir höfuð kunnáttu og getu til að bregðast við þeim aðstæðum sem kunna að koma upp.
Margir hafa td farið í sína fyrstu ferð í Tungufljót á straumkayak en verið rasskelltir það rækilega að þeit hafa ekki sést aftur í langan tíma, eða jafnvel ekki komið aftur.
Einn skellti sér td í Eyvindará austur í landi og komst við illan leik í land og auglýsti síðan allt draslið til sölu stuttu seinna.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2014 21:30 - 13 maí 2014 21:31 #2 by Gíslihf
Ég hef verið í ánni Tyne á þessum slóðum, bæði í Hexam og Corbridge, sem koma við sögu. Áin er almennt byrjendaá, grade 1, nema þegar mikið er í henni. Í Hexam er stór róðrarklúbbur og þar fyrir neðan og víðar eru yfirfallsstíflur (weir). Þessar manngerðu stíflur eru það hættulega á þessari leið.
Í BCU handbókinni er þetta "hola" af gerðinni "straight stopper", sem getur verið dauðagildira, því að það er engin leið út, aðeins undir. Þegar þú nálgast "weir" er áin slétt og hægir á sér og framundan endar vatnið á láréttri línu, holan sést ekki og ekki er víst að niðurinn heyrist ef veður er þannig. Ræðararnir voru á Sit-on-Top bátum þannig að þeir mundu strax lent á sundi við slíkar aðstæður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2014 20:24 #3 by Gummi
Þrír menn drukknuðu í ánni Tyne í Englandi um helgina. Ekki er vitað hvað gerðist en lesa má greinargóða frétt á þessum tengli.

www.dailymail.co.uk/news/article-2626061...sing-River-Tyne.html

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum