Ég var staddur suður í Brighton á suður Englandi nú í vikunni og rakst þá á kayakmenn þar við ströndina að kvöldlagi þar sem þeir voru á kvöldróðri klúbbsins þeirra.
Ekki fannst mér bátarnir merkilegir sem sjóbátar- þetta voru straumvatnsbálar eins og við höfum vanist. En þeir láta sér þá vel líka þarna í haföldunni. Ekki var nú mikill kraftur í þeim - mest kyrrseta og spjall.
Læt hér tvær myndir fylgja.
Setið á spjalli á gárum hafsins undan Brighton.
Þessi var brattur og kátur með sinn kayak
Bara til gamans.