Að aflokinni ferð dagsins sem var mjög fin og skemmtileg er rétt að minna félagsmenn á komandi ferðir og félagsróðra sem eru góður og nauðsynlegur undirbúningur fyrir tjaldferðir sumarsins.
Langasjó og Breiðafjörð sem báðar eru skilgreindar erfiðlikastig 3, og kalla þvi á að færni þátttakenda sé i samræmi við þær kröfur,
Bæði svæðin eru þannig að veður og aðstæður geta breyst á skömmum tima og þvi þurfa þátttakendur að geta tekist á við erfiðar aðstæður ef svo ber undir.
Þessar ferðir krefjast góðs undirbúnings bæði tæknilega og líkamlega og henta því alls ekki nýliðum og einnig er nauðsynlegt að búnaður, klæðnaður og bátar henti aðstæðum.
Þeir sem hyggja á þáttöku í tjaldferðum þurfa að vera í góðu formi eða nokkuð vanir ræðarar nú þegar og hyggilegt er að nota tímann vel til æfinga i sumar, félagsróðrar eru góður vettvangur til æfinga hvort heldur róðrar eða tækni ýmisskonar.
Fyrir fararstjóra ferðanna er nauðsynlegt að þekkja getu þáttakenda og þau kynni skapast með þáttöku í starfi klúbbsins.
Erfiðleikastig 3
Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli landtökustaða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á dag
lg