Hvítasunnuhittingur í Reykjanesi

27 maí 2014 18:26 - 27 maí 2014 18:27 #1 by Guðni Páll
Upphaflega átti þessu viðburður að vera á öðrum tíma en vegna lélegrar mætingar þá var ákveðið að færa hann og var þetta sá tími sem flestir vildu sjá hann haldin á. En ég efast ekki um að þeir sem ætla sér að keppa munu mæta á annað borð. Venjulega hefur nú ekki verið mikil mæting úr Rvk á þessu tíma en það virðist stefna í góða mætingu núna.

Kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2014 18:17 #2 by gunnarsvanberg
Skemmtilegur viðburður hjá Sæfara!! En leiðinlegt að þetta skuli vera sett á sama tíma og keppni Kayakhallarinnar en sú keppni telur til Íslandsmeistara í keppnum Kayakklúbbsins.
kayakklubburinn.is/index.php/dagskra/motaskra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2014 15:29 #3 by Hilmar
Já Hvítasunnan lofar góðu og menn og konur geta bæði gist í tjaldi eða á herbergi inni á hóteli með uppábúnu eða svefnpokaplássi og morgunmat og eða fullu fæði. Bara að panta tímanlega hjá Jóni 456-4844 .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2014 22:25 #4 by Gummi
Mér finst rétt að halda þessu inni á toppnum til að minna fólk á :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2014 22:44 #5 by Gummi
Sæl félagar
Nú hafa félagar okkar í Sæfara á Ísafirði ákveðið að blása til hittings í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp um Hvítasunnuna. Sumir ætla að gista í tjöldum og aðrir í uppábúnu rúmi.
Aðalatriðið er að nú ætla menn og konur að hittast og róa saman og gera æfingar í góðum félagskap.
Takið því helgina frá fyrir kayakróður því þarna eru allir velkomnir.

Nánar verður sagt frá þessum viðburði hér á korknum á næstuni.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum