Hvítá 27.maí

28 maí 2014 19:40 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Hvítá 27.maí
Ohhh svekkjandi að heyra það, fyrirvarinn var stuttur og svo hafði ég litla trú á að menn hefði tök á að skjótast í hádeginu á virkum degi svona kvissbang. Það hefði sko verið gaman að fá þig með.

Reynum að henda öllu hér inn á korkinn framvegis, sama hvað fyrirvarinn er stuttur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2014 19:25 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Hvítá 27.maí
Andri þú hefðir átt að senda mér skilaboð, ég hefði komið með ykkur :(
Flott annars hjá ykkur að skella ykkur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2014 15:16 #3 by Steini
Replied by Steini on topic Hvítá 27.maí
Fyrir mig, löngu tímabær ferð á gamlar slóðir.
Gísli valdi kanski ekki besta staðinn til "velltuæfinga", nokkrum metrum fyrir ofan Brúarhlöð. Ég tautaði í hálfum hljóðum; "þú mátt ekki synda hér", en kallinn klikaði ekki, upp kom hann og ekki laust við að maður andaði léttar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2014 21:59 #4 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Hvítá 27.maí
Gaman að fá ferðasögu, hefði vilja vera með ykkur í dag. Og leitt að missa að óvæntri veltu hjá Gísla, hann hefur sloppið hingað til á sófanum sínum ;)

kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2014 21:39 #5 by Andri
Hvítá 27.maí was created by Andri
Ég, Steini og Gísli skelltum okkur með stuttum fyrirvara í Hvítánna áðan. Við þáðum far hjá Bátafólkinu frá Drumboddsstöðum að Veiðistað og komumst þannig upp með að vera á einum bíl. Það var meira vatn núna en síðast, en vatnamælingar sýndu 134 m3/s um hádegi, líklega hefur það samt verið eitthvað minna þegar við rérum enda var fallandi vatn. Við reyndum aðeins við ölduna og ég rétt náði að tilla mér í hana en hún skolaði mér strax aftur út. Illvitinn gekk vel en áður en við komumst ofan í Brúarhlöðin kom loksins að því að Gísli velti, en ég held að hann hafi komist nokkuð þurr á hausnum frá hinum ferðunum tveim. Fljótlega eftir að Gísli velti sér við fór ég svo á hvolf eins og svo oft áður :) Við fórum vinstra megin við kallinn og á leiðinni þar niður stóð alltíeinu kayakinn minn upp á endan og ég stóð þannig í stutta stund uppréttur og fannst ég halda ágætis jafnvægi þannig þar til að áin snéri mér snöggt í hring og ég lenti á hvolfi. Steini sagði okkur hvað þetta trick er kallað en ég man það ekki núna, sjálfsagt hefði það verið meira töff ef þetta hefði ekki gerst óvart og fyrir hálfgerðan klaufaskap. Restin af leiðinni var léttari og við æfðum okkur í öllum eddyum og öldum sem við fundum. Eftir stutt kaffistopp á Drumbó brunuðum við svo í bæinn.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum