Ég, Steini og Gísli skelltum okkur með stuttum fyrirvara í Hvítánna áðan. Við þáðum far hjá Bátafólkinu frá Drumboddsstöðum að Veiðistað og komumst þannig upp með að vera á einum bíl. Það var meira vatn núna en síðast, en vatnamælingar sýndu 134 m3/s um hádegi, líklega hefur það samt verið eitthvað minna þegar við rérum enda var fallandi vatn. Við reyndum aðeins við ölduna og ég rétt náði að tilla mér í hana en hún skolaði mér strax aftur út. Illvitinn gekk vel en áður en við komumst ofan í Brúarhlöðin kom loksins að því að Gísli velti, en ég held að hann hafi komist nokkuð þurr á hausnum frá hinum ferðunum tveim. Fljótlega eftir að Gísli velti sér við fór ég svo á hvolf eins og svo oft áður
Við fórum vinstra megin við kallinn og á leiðinni þar niður stóð alltíeinu kayakinn minn upp á endan og ég stóð þannig í stutta stund uppréttur og fannst ég halda ágætis jafnvægi þannig þar til að áin snéri mér snöggt í hring og ég lenti á hvolfi. Steini sagði okkur hvað þetta trick er kallað en ég man það ekki núna, sjálfsagt hefði það verið meira töff ef þetta hefði ekki gerst óvart og fyrir hálfgerðan klaufaskap. Restin af leiðinni var léttari og við æfðum okkur í öllum eddyum og öldum sem við fundum. Eftir stutt kaffistopp á Drumbó brunuðum við svo í bæinn.
Kv,
Andri