Sú breyting verður á Hörpuróðrinum að hann færist yfir á sunnudaginn . . . . vegna veðurs.
Samkvæmt spánni er líklegast að laugardagsveðrið verði meira en ýmsum minni spámönnum mun gott þykja, en sunnudagurinn aftur á móti mun betri. Þá er spáð pollrólegri sunnanátt.
Tímasetningar verða þá svona:
12:00 Mæting við Skarfaklett
12:30 Róið af stað
14:00 Lending við Daníelsslipp
- - - - -
14:45 Róið af stað (eða eftir stemningu)
16:00 Lending við Skarfaklett
Ferðin er gráðuð með einni ár og því á „allra“ færi .
Það verður sem sagt gott veður í þessum Hörpuróðri sem öllum öðrum.
Róðrarstjóri verður Gunnar Ingi Gunnarsson
Kveðja,
Hörpunefndin (Bjarni Kr. s. 894-6986).