Reykjanes vor hittingur 2014!

03 jún 2014 10:43 #1 by Guðni Páll
Hilmar Pálsson hittir naglann á höfuðið hérna.

Hvítasunnukayak í Reykjanes 6.-9. júníi, sumir tjalda aðrir geta gist á herbergi á Hótel Reykjanesi. Endilega að kíkja á þennan viðburð ef þið hafið áhuga á að fara á kayak í fallegu umhverfi með miklu dýralífi, selir og fuglar og kanski hvalir

Pentecost Kayak in Reykjanes 6. to 9. June, some will camp, other can stay in rooms at the Hotel Reykjanes. Please check out this event if you are interested in going on the kayak in beautiful surroundings with plenty of wildlife, seals and birds and maybe whales


kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2014 10:52 - 02 jún 2014 23:40 #2 by Guðni Páll
Næstu helgi 6-9 Júni. Verður svokallaður Reyjaneshittingur í Ísafjarðardjúpi. Í Reykjanesi er stæðsti heiti pottur landsins 50 metra löng sundlaug þar sem hægt að að æfa veltur og önnur atriði. Hægt er að gista inná Hótelinu í Reykjanesi og einnig er hægt að vera á tjaldsvæðinu og við fáum aðgan að þurkaðstöðu og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Þarna geta byrjendur sem vanir ræðarar skemmt sér saman. Mikið fugla og selalíf er á staðnum. Ég hvet alla til að mæta vestur á föstudaginn og njóta þess að vera í góðum hópi. Hægt er að leigja báta á staðnum og búnað af eitthverju tagi. Ef fólk hefur áhuga á því þarf að senda mér mail á gudnipallv@gmail.com og láta mig vita hvað þarf að búnaði. Einnig þarf að láta Jón Hótelstjóra í Reykjanesi 456-4844 vita ef fólk ætlar að gista á hótelinu eða vera í mat þar. Ef fólk vill frekar uppl. er hægt að hafa samband við mig.

Hérna er svo linkur á skráningu.
www.facebook.com/events/1601277850097874..._t=plan_user_invited

kv Guðni Páll
S.664-1264

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum