Hallarbikarinn á laugardag

06 jún 2014 17:45 #1 by olafure
Replied by olafure on topic Hallarbikarinn á laugardag
Ef einhverjir ræðarar ætla ekki að taka þátt í keppninni þá væri vel þegið að fá öryggisbáta eins og í fyrra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2014 14:54 - 06 jún 2014 14:55 #2 by bernhard

láttu mig vita ef þú færð ekki far, skal tjékka hjá okkur :)

annars lítur veðurpsáinn dásamlega út

Bkv, Benni
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2014 10:45 #3 by Klara
Replied by Klara on topic Hallarbikarinn á laugardag
Fer einhver frá Geldinganesi í Skerjafjörðin á laugardagsmorgun?
Ætla að taka þátt í Kayakhallar-keppninni en vantar far fyrir minn keppnisbát.
Ef ég fæ ekki far fyrir bátinn þá verð ég bara að hita upp með "smá" róðri frá Geldinganes inn í Fossvog....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2014 23:01 - 05 jún 2014 23:23 #4 by bernhard
Það er til mikils að vinna. Eftirfarandi verðlaun verða í boði:

Nýherji - Gefur Canon D20 sem er vatnsheld myndvél sem hentar einstaklega vel í myndatöku á Kayak. Um útdráttarverðlaun er að ræða og eiga allir möguleika á að vinna gripinn
Linkur


GG Sjósport Gefur margt og mikið

Hyko Kastlínu - Linkur



Bókin Sjókajakar á Íslandi eftir Örlyg - Linkur



Palm Talon Hanska - Linkur


Hyko Lars Húfu - Linkur



3stk öryggisflautur - Linkur

Aquasport í Bæjarlind gefur:

Aquaspere sjósundgleraugu

Sérhannaða sundhettu fyrir kayakræðaran sem er alltaf að velta

Intersport - gefur nokkur þrælskemmtileg aukaverðlaun

Allir keppendur fá Canon buff frá Nýherja, ís frá Emmess og Hleðslu frá MS

og Deluxe pylsur grillaðar á einstöku kolagrilli

hvar verður þú?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2014 22:53 - 05 jún 2014 22:54 #5 by bernhard
Rétt að minna á staðsetninguna, Skeljanesi húsi ÍTR




Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2014 16:14 - 06 jún 2014 08:13 #6 by gunnarsvanberg
Hallarbikarinn á laugardaginn - Endilega að skrá sig á Fb. síðu Kaykahallarinnar.
www.facebook.com/events/387015414773233/

Það verða glæsileg verðlaun frá Nýherja, GG Sjósport, Aquasport, Intersport og Emmess ís.

Hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn.
GS.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2014 08:32 #7 by olafure
Replied by olafure on topic Hallarbikarinn á laugardag
Ath þátttökugjald er 500 kr fyrir pulsum á grillið á eftir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2014 00:34 #8 by bernhard
Næstkomandi laugardag mun félagsskapur sem kallar sig Kayakhöllin standa fyrir róðrakeppni í Skerjafirði og telur keppnin til Íslandsmeistara.

Róið verður frá aðstöðu Kayakhallarinnar að Skeljanesi inn í botn Nauthólsvíkur og til baka sem eru um 6 km (sjá nánar kort A). Keppt verður í tveimur flokkum, keppnisflokki og ferðabátaflokki. Ræst verður frá aðstöðu Kayakhallarinnar kl. 10:00 og því er æskilegt að keppendur séu mættir ekki seinna en kl. 09:30 niður í Skeljanes (sjá kort)

Keppni þessi er upplögð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í róðri þar sem brautin er stutt og liggur hún meðfram landi allann tímann. Þessir þættir gera það að verkum að hún er byrjendavæn sem og þá ætti hún að vera einstaklega áhorfendavæna. Áhorfendur geta til dæmis komið á hjóli og hvatt keppendum áfram á meðan keppni stendur eða einfaldlega hjólað með.

Að keppni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og verðlaun afhent. GG-sjósport verða á meðal þeirra sem veita verðlaun. Údtráttar-verðlaunin eru einkar vegleg að þessu sinni eða Canon D20 myndavél frá Nýherja að verðmæti 40þ.
Ef einhverar spurningar kunna að vakna þá er um að gera að pósta á okkur hér á Fb.

Og auðvitað eru allir velkomnir og hvattir til þess að fylgjast með keppninni!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum