Næstkomandi laugardag mun félagsskapur sem kallar sig Kayakhöllin standa fyrir róðrakeppni í Skerjafirði og telur keppnin til Íslandsmeistara.
Róið verður frá aðstöðu Kayakhallarinnar að Skeljanesi inn í botn Nauthólsvíkur og til baka sem eru um 6 km (sjá nánar kort A). Keppt verður í tveimur flokkum, keppnisflokki og ferðabátaflokki. Ræst verður frá aðstöðu Kayakhallarinnar kl. 10:00 og því er æskilegt að keppendur séu mættir ekki seinna en kl. 09:30 niður í Skeljanes (sjá kort)
Keppni þessi er upplögð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í róðri þar sem brautin er stutt og liggur hún meðfram landi allann tímann. Þessir þættir gera það að verkum að hún er byrjendavæn sem og þá ætti hún að vera einstaklega áhorfendavæna. Áhorfendur geta til dæmis komið á hjóli og hvatt keppendum áfram á meðan keppni stendur eða einfaldlega hjólað með.
Að keppni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og verðlaun afhent. GG-sjósport verða á meðal þeirra sem veita verðlaun. Údtráttar-verðlaunin eru einkar vegleg að þessu sinni eða Canon D20 myndavél frá Nýherja að verðmæti 40þ.
Ef einhverar spurningar kunna að vakna þá er um að gera að pósta á okkur hér á Fb.
Og auðvitað eru allir velkomnir og hvattir til þess að fylgjast með keppninni!