Það var mikið að gerast hjá drengjunum í Vatnaskógi, en ég er búinn að vera þar s.l. tvo daga með 3 straumbáta frá Kayakklúbbnum, sem ég þakka og einn straumbát og tvo sjóbáta frá mér sjálfum. Í Skóginum er nú sumarbúðaflokkur fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Þegar þeir fóru að glíma við að stjórna sér í þessum bátum var engin orka afgangs og ofvirknin varð að stórskemmtilegum leikja og æfingatíma á vatninu.
Eftir að ég kom heim hef ég verið að hugsa um suma félagana í Klúbbnum okkar. Getur verið að sumir þeirra séu ekki bara "virkir" heldur hreinlega ofvirkir og standi þar af leiðandi fremst í flokki
Það var skipt í hópa, sem komu hver á eftir öðrum, margir tvisvar og jafnvel þrisvar. Þetta var afar gefandi þótt ég væri lúinn á eftir.