Frábær róður í dag.
Ég og Bjössi fórum frá Brattholti að Drumboddstöðum í góðu veðri og fínu vatni. Hættulegasti hluti ferðarinnar var líklega þegar Bjössi missti kayakinn sinn niður í gilið og við urðum því að finna okkur aðra leið en þá sem við ætluðum niður að ánni. Það var gaman að koma á þetta svæði, en ég hafði aldrei farið frá Brattholti áður. Myndir síðar.
Ég ætla að skreppa austur fyrir fjall og taka eina Hvítárbunu á morgun. Planið er að verða kominn á Drumboddstaði kl 12, en það er líka hægt að mæta kl 10. Þeir sem hafa áhuga á að koma með, endilega hafið samband.