Þjórsá í gær, holan undir gömlu brúnni

08 júl 2014 09:32 #1 by Andri
Við Reynir Óli prófuðum aftur í gær, en þá var áin í tæpum 360m3/s. Eftir nokkur áratök brotnaði árin hans Reynis í tvennt og hann þurfti að taka nokkrar veltur og koma sér í land á einu árarblaði. Við skiptumst á að nota mína ár meðan hinn beið fyrir neðan með kastlínu. Við reyndum eins og við gátum en holan var ónothæf, hún er greinilega búin að breyta sér frá því sem var og er líklega ónýt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2014 12:07 #2 by Gummi
Aldan út til hægri þarf að ná að fara aðeins neðar til að það sé hægt að fara úr holuni og út í ölduna og leika sér þar. Hún er frábær þegar aðstæður eru réttar.
Og já líkast til var of mikið í ánni síðast.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2014 11:17 - 29 jún 2014 11:20 #3 by Andri
Ég átti leið framhjá Þjórsá fyrir helgi og tók þessa mynd, en þá var áin í 383m3/s.
Fannst eins og að holan liti betur út og það var aðeins meiri púði, kannski var bara of mikið vatn síðast.
Held að það þess virði að prófa að fara í c.a 370m3/s og sjá hvort að holan virki.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2014 11:37 #4 by jsa
Töff að þið séuð að tékka á þessu.

Núna vantar algjörlega þekkingu á staðnum, það er ekki mikið búið að fara þarna síðustu ár. En ef einhver veit eitthvað þá væri það helst Kristján Blómabarn hann og Mummi áttu sitt anað heimili þarna á tímabili.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2014 13:54 #5 by Jói Kojak
Mér sýnist holan hafa breytt sér.

Í vídjóinu frá Bjössa sér maður greinilega púðann en hjá Andra þá er eins og hann vanti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2014 12:02 - 23 jún 2014 11:25 #6 by Andri
Með því að nota steininn ofan við holuna sem viðmið sýnist mér rennslið vera svipað á báðum videounum, jafnvel aðeins meira vatn í fyrradag en dæmi hver fyrir sig.
Sjá skjáskot, myndin vinstramegin er nýrra videoið, en hægramegin videoið frá Bjössa



Við notuðum rennslismælinn við Þjórsártún, en líklega er það sami mælirinn og var notaður áður, enda Þjórsártún mjög nálægt Urriðafossi. Nú er bara að prófa aftur bæði í meira vatni og minna og sjá hvort að það sé enn hægt að hitta á holuna svona flotta eins og í videoinu hans Bjössa
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2014 10:11 - 22 jún 2014 10:14 #7 by Gummi
Þið eruð alla vega í réttu holuni, sem er í áttina. Ef ég man rétt þá er hún best í 400rúmmetrum eða þar um kring 430 var gott einn dagin man ég. Og þá er miðað við renslismælin við Urriðafoss.
Ég átti mig ekki alveg á því hvort það er of mikið eða lítið í ánni en geri þó frekar ráð fyrir að það sé of lítið í ánni vegna þess að LV er að spara vatn og safna í lónin og engin nema stórnotendur eru að nota rafmagn einmitt núna í allri birtuni.
Svo er alveg séns að holan sé búin að breyta sér síðan á gullaldarárunum.

Gaman að sjá að einhver er að róa í straumvatni og á þessum frábæra stað.

Hér er myndbrot frá Bjössa í fullkomnum aðstæðum.
MYNDBROT

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2014 12:54 - 21 jún 2014 13:02 #8 by Andri
Við vorum fjórir sem kíktum austur í Þjórsá til að leika okkur í holunni undir gömlu brúnni í gærkvöldi. Áin var í 415 m3/s, en ég stóð í þeirri trú að ef rennslið væri meira en 370 m3/s og ekki í algeru flóði, þá ætti holan að virka. Annaðhvort er það misskilningur eða holan hefur breytt sér því að við sáum strax að hún var hálf ómöguleg, við klæddum okkur samt í gallana og fórum útí. Þrátt fyrir að holan væri ónothæf þá var þetta mjög gaman og góð æfing. Við náðum aðeins að tilla okkur í hana en hún hélt ekki, rétt fyrir neðan var samt hola sem hélt betur en það var erfitt að komast í hana. Sjálfur var ég að stíga aðeins út fyrir minn þægindaramma, enda hef ég aldrei róið þarna áður og vatnsflaumurinn er gríðarlegur. Ég lenti á hvolfi strax í upphafi rétt fyrir ofan tvær klappir þar sem að rennur strengur á milli og ég hnoðaðist einhvernvegin á milli steinanna. Mér fannst vera grjót allstaðar þar sem ég reyndi að koma árinni í veltustöðu, var líklega full óþolinmóður og losaði mig úr bátnum. Þetta kostaði mig rifna svuntu og fyrstu sundæfinguna í marga mánuði. Þótt að ég hafi vitað að það er auðvelt að komast í land þarna, þá var óþægilegt að hugsa til þess að Urriðafoss er c.a 2km neðar. Með sært stolt og efasemdir um eigin getu fór ég svo aftur útí og endurheimti sjálfsöryggið sem hafði glatast í smá stund. Eftir tæpar tvær klst af frábærri skemmtun var svo öll orka búin í mínum líkama og tímabært að hætta. Ég tók smá vídeó sem er ágætis sýnishorn af ánni eins og hún var í gær. Vídeóið er skemmtilegra ef það er stillt á HD. Nú væri gott að heyra frá einhverjum sem þekkja til þarna hvort að það hafi verið of lítið eða of mikið vatn.


Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum