Svar við spurningu Vigfúsar:
Það gilda ekki formlegar klúbbreglur um þessa róðra, heldur eru þeir eftir hefð sem myndaðist í ársbyrjun 2009 þegar ég var að þjálfa mig fyrir hringróðurinn og aðrir félagar að stefna á BCU stjörnur eða annað.
Þetta eru oftast nefndir æfingaróðrar og hafa verið á þriðjudögum eftir dagvinnutíma, þ.e. mæting 16:30 og á sjó kl. 17. Þeir sem eru "sjálfbjarga" eru velkomnir, æfingaróðrar eru ekki fyrir byrjendur, fólk er ekki "passað" eins og gert er skv. öryggisstefnunni. Öll erum við þó góðir félagar ef einhver lendir í erfiðleikum og félagabjörgun og aðstoð er siðferðleg (og ánægjuleg) skylda sérhvers ræðara.
Annars eru þetta í stuttu máli þrekæfingar, með miklu áframhaldi í einn til tvo tíma, stundum einnig leikur og tækniæfingar.
Sá sem treystir sér í þetta mætir þá bara á þessum tíma.
Þátttaka á sumrin hefur verið lítil en talsverð um vetur, jafnvel í verstu veðrum.
Vona að þetta skýri málið og aðrir félagar mega alveg láta i ljós ef þeim þykir ég ekki hafa sagt rétt frá.