Eins og allir ættu að vita þá stendur Ekstremsportveko í Voss yfir þessa vikuna.
Á morgun er hin margrómaða Brandseth downhill kajak keppni. Stutt class 5 keppni af brattari gerðinni. Ég veit að fólk hefur verið duglegt að æfa sig þarna uppfrá en í dag ákváðu keppnishaldarar að færa keppnina yfir í Myrkdalselva vegna lágrar vatnsstöðu í Brandseth. Bömmer, vegna þess að brautin í Brandseth er fullkomin, með kristaltært vatn og aðgengi fyrir áhorfendur eins gott og getur orðið. Áin gengur fyrir snjóbráð og það er ennþá nægur snjór í fjöllunum en hefur verið lítil snjóbráð undanfarið sökum kulda (8-12 gráður)
Hérna má Vossarann Benjamin Hjort róa brautina á aðeins öðruvísi bát en maður er vanur að sjá þarna