Grænlenskur - Project smíði

11 júl 2016 21:05 - 11 júl 2016 21:07 #1 by Gunni
Grænlenskur bátur, smíðaður sem kennsluverkefni.

Nánari upplýsingar hjá smiðnum Kristínu í GSM númerið hennar er 846 9520 eða kristina@lagafellsskoli.is.

Kajakfabrikken

Kajakinn er bggður 1989 úr furu og ask og náttúrulega bognum einir við "mannholet" Engir naglar nema tálgaðir trénaglar, ekkert lím bara náttúruleg efni bundið með hampþræði og allt gert með handverkfærum (ekkert rafmagnsdót var leyfilegt að nota á þeim bæ.) Dúkurinn er hampdúkur sem er mettaður með blöndu af krít, línolíu, terpentínu og benarolíu. Síðan er hann málaður og benarolía sett að lokum. Hann var hvítur en hefur gulnað mikið og þarf að málast uppá nýtt. Hann var í toppstandi fyrir 10 árum en hefur verið í geymslu síðan og hefði því gott af að komast í vatn.

Hann er 5,11 m langur og sennilega 55 cm breiður. Hann er smíðaður fyrir mig sem er 163cm á hæð en maðurinn í kajaknum á myndinni er 173 cm. Kajakinn er því ekki fyrir stórvaxna.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum