Ég er að feta mig áfram inn í straumvatnssportið og langar því að koma klónum í notaðan straumvatnsbát. Væri helst á höttunum eftir creek-bát frekar en play-boat, en skoða samt allt. Eina skilyrðið er að þetta sé bátur fyrir stóra ræðara (190cm, 95 kg.), enda kallinn engin smásmíði.
Hvað segið þið, eigið þið eitthvað svona sem er að safna ryki í geymslunni, engum til gagns eða gleði?