Næstum allt fyrir kayakræðarann

27 sep 2007 00:02 #1 by jsa
Nú er kerran seld, rauk út eins og heit lumma... hvað verður um bílinn???

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 sep 2007 16:01 #2 by jsa
Núna var ég að koma með bílinn úr skoðun og hann skartar nú skarlat bleik/fjólubláum límiðum merktum 08. Hann flaug í gegn með eina athugasemd um virkni á einu ljósi í kerrutengli (það er nú varla athugasemd). Svo er nýja kúplingin eins og draumur þannig að ég held að þetta sé topp eintak af topp kayakbíl hér á ferð.

Það hefur verið soldið spurt um kerruna og bátinn, þannig að það borgar sig að hafa hraðar hendur.

En til að hleypa smá fjöri í þetta þá er ég með hugmyndir að góðum tilboðs pökkum.

Kaupir bílinn og færð bátinn í kauppbæti. Ekki slæmur kostur það.

Eða kaupri bílinn og færð kerru í kaupbæti.

... og svo kannski helidar pakkinn, Bíll, kerra og bátur á 260 þús. Það er allt að verða vitlaust hérna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 sep 2007 01:41 #3 by jsa
Vegna þess að ég er að flytja til útlanda þarf ég að selja slatta af dóti. Eftirfarandi er það helsta. Ef þið hafið áhuga þá hringið þið bara í 897-6517.


Suzuki Sidekick 98 árgerð. Beinskiptur, bensín, 5 dyra, hátt og lágt drif, heils árs jeppa dekk, kúla, kayak toppgrindarbogar, ekinn 163 þús km, ný tímareim, tímahjól, púströr, kerti, kertaþræðir, kveikjulok og hamar sett í 154 þús km, nýr kúplings diskur, pressa og lega fer í um helgina. Sangjarnt verð (með nýju kúplingunni í settri) 300 þús kr, kayakverð 250 þús kr.


Dagger Kingpin 6.2 straumkayak. Vel upp alinn, reglusamur og barngóður. Verð 40 þús kr.
Frekari upplýsingar um Dagger Kingpin má finna hér playak.com/kayaks.php?id=110


Kayakkerran hans pabba. Dúndur fín kerra, tekur auðveldlega 7 straumkayaka. Verð c.a. 25 þús kr.



O'neill Pshyco 2x 6:4 surfgalli, með áfastri hettu. Stærðin á gallanum er M. Hanskar og skór geta fylgt með. Verð 20 þús kr.


Stolqhist goretex straumkayak toppur. Heldur einhverju vatni á þurrum degi. Er með kevlar öxlum og olnbogum. Verð 5 þús kr.



5.10 skór, stærð 43, ekki mjög slitnir. verð 2 þús kr.

Svo má hugsa sér ýmiskonar magn- og persónuafslætti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum