Sumarið 2010 eru haldnar þrjár keppnir sem gefa stig til Íslandsmeistara á straumkayak.
Árangur í einstökum keppnum gefur stig til íslandsmeistara sem hér segir:
1. sæti 100 stig
2. sæti 80 stig
3. sæti 60 stig
4. sæti 50 stig
5. sæti 45 stig
6. sæti 40 stig
7. sæti 36 stig
8. sæti 32 stig
9. sæti 29 stig
10. sæti 26 stig
11. sæti 24 stig
12. sæti 22 stig
13. sæti 20 stig
14. sæti 18 stig
15. sæti 16 stig
16. sæti 15 stig
17. sæti 14 stig
18. sæti 13 stig
19. sæti 12 stig
20. sæti 11 stig
21. sæti 10 stig
22. sæti 9 stig
23. sæti 8 stig
24. sæti 7 stig
25. sæti 6 stig
26. sæti 5 stig
27. sæti 4 stig
28. sæti 3 stig
29. sæti 2 stig
30. sæti 1 stig
Ef tveir eða fleiri eru jafnir í einhverju sæti, t.d. 2 sæti, þá fá þeir allir 80 stig, þeir sem koma næstir á eftir hljóta stig samkvæmt sínu sæti. Ef 4 menn eru í 2 sæti, þá er næsti á eftir í 6 sæti og hlýtur þá 40 stig samkvæmt því. Í liðakeppni deilast stigin í hlutfalli við fjölda einstaklinga í liði.
Keppnisreglur í Íslandsmeistaramóti í kayakróðri
1. Allir keppendur í öllum keppnum skulu klæðast björgunarvesti með flautu, og svuntu.
2. Allir keppendur í sjókayakkeppnum skulu hafa blys meðferðis og mótshaldarar verða að sjá til þess að allir hafi aðgang að þeim á mótsstað, s.s. með því að gefa blysin eða selja á sanngjörnu verði.
3. Óheimilt er að róa framhjá ræðara sem lent hefur í sjónum nema að tryggt sé að hjálp sé á næsta leiti og björgunarmenn viti örugglega af viðkomandi í sjónum.
4. Keppendum er óheimilt róa í kjölfari báta sem ekki eru í keppni eða þiggja aðstoð frá þeim.
5. Keppandi sem verður uppvís að brotum á reglum þessum verður vísað úr keppni og fær ekki stig til Íslandsmeistara, aðrir keppendur færast upp um sæti sem því nemur.
6. Sjókayakkeppni skal ekki hefjast fyrr en gæslubátur er kominn á staðinn. Sprettkeppnin er þó undanskilin þessari reglu.
7. Mótshaldarar skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi keppenda.
8. Ef fresta þarf keppnum vegna veðurs er varadagur jafnan næsti sunnudagur á eftir tilkynntum keppnisdegi.
9. Séu efstu keppendur á sjókayak jafnir að stigum í Íslandsmeistaramótinu að loknum öllum keppnum, ráða innbyrðis úrslit milli viðkomandi í Hvammsvíkurmaraþoninu. Hafi þeir ekki keppt í Hvammvíkurmaraþoninu ræður hlutkesti.
10. Séu keppendur í straumkayakkeppnum jafnir að stigum að loknum öllum keppnum, ráða innbyrðis úrslit þeirra á milli. Ef það dugar ekki, ræður hlutkesti.
11. Skilgreining á sjókayak er eftirfarandi: Tvö skilrúm og vatnsheld hólf beggja megin mannops og lúgur á þeim báðum. Dekklínur bæði framan og aftan við mannop og handföng fyrir fólk í sjó að halda í bæði að framan og aftan. Lengd, breidd og þyngd skiptir ekki máli.