Reglur:

Tveir keppendur verða ræstir samtímis í brautinni og hver þáttakandi fær að fara tvær umferðir. Ef þátttaka verður góð munu fjórir efstu menn í hvorum flokki sem hafa besta tímann (betri tíminn af tveimur umferðum) keppa til úrslita. Það þarf að framkvæma allar þrautir en boðið er upp á valþraut í nokkrum reitum. Brautarverðir/dómarar verða á kayak í brautinni til að leiðbeina þátttakendum. Enginn refsitími verður gefinn, keppendur falla út úr umferðinni ef þraut er ekki uppfyllt.

Dæmi um þrautir í tveim styrkleikaflokkum.

Þrautir í úrvalsflokki, valkostur gefinn innan sviga

 

  1. Út og inn úr hólfi flotbryggju
  2. Vinstri velta (Snúa bát í einn hring eða tvær hægri veltur)
  3. Reitur er róinn þrívegis. (i) Svig áfram, (ii) Svig afturábak, (iii) Róið áfram með árataki á hægri hlið. (í (iii) er val að róa venjulega + snúa bát í tvo hringi)
  4. Reitur er róinn tvívegis: (i) Hliðarróður á vinstri hlið, (ii) Hliðarróður á hægri hlið
  5. Synda með bát + sjálfbjörgun, mælt með kúrekainnstungu
  6. Hægri velta (Snúa bát í einn hring eða tvær vinstri veltur)
  7. Róa sitjandi á skut (Snúa bát í tvo hringi)
  8. Róið með höndum
  9. Fara úr mannopi og upp á skut, snúa búk í heilan hring (Sama færsla en með rass í mannopi + snúa bát í tvo hringi)
  10. Snúa bát tvisvar í einn hring: (i) Einungis framáratak, (ii) Einungis bakáratak 1
  11. Bátur undir band en búkur yfir band
  12. Fara á hvolf og úr bát + innstunga frá bátshlið, Re-entry (Tvær sjálfbjarganir að eigin vali)
  13. Róið að endamarki

 

 

Þrautir í almennum flokki, valkostur gefinn innan sviga

  1. Út og inn úr hólfi flotbryggju
  2. Velta, valfrjáls (Snúa bát í einn hring)
  3. Svig áfram
  4. Hliðarróður á vinstri hlið
  5. Hliðarróður á hægri hlið
  6. Snúa bát í einn hring
  7. Róa sitjandi á skut (Snúa bát í einn hring)
  8. Róið með höndum
  9. Snúa búk í heilan hring, sitja í mannopi (Snúa bát í þrjá hringi)
  10. Engin þraut
  11. Bátur undir band en búkur yfir band
  12. Sjálfbjörgun, valfrjáls
  13. Róið að endamarki