Yfirburðasigur Anups Gurung
Það kom líklega fáum á óvart að nepalski kayakmeistarinn Anup Gurung skyldi vinna yfirburðasigur í Elliðaárródeóinu á föstudag. Hann halaði inn 80 stigum en sá sem var í öðru sæti fékk 44!
Fínasta stemning var á Ródeóinu, bæði í buslinu og á bakkanum. Viðeigandi kayakmúskík hljómaði úr trukknum frá Arctic Trucks en trukkurinn flutti einnig kaffi og kleinur á staðinn. Mætingin var frábær eða alls 14 keppendur. Það var bara eins og maður væri kominn til útlanda, svei mér þá.
Sigurvegari í kvennaflokki var Ragna Þórunn Ragnarsdóttir og gaman að segja frá því að mynd af henni birtist í Mogganum á laugardagsmorgun.
Hér fyrir neðan eru heildarúrslit. Taflan klúðrast alltaf en þetta ætti að skýra sig sjálft. Fyrst koma stig úr þremur umferðum og svo heildarstigafjöldi aftast.
Karlar
Sæti | Karlar | 1. umferð | 2. umferð | 3. umferð | Samtals | Stig til Íslandsmeistara |
1 | Anup Gurung | 28 | 38 | 42 | 80 | 100 |
2 | Guðmundur Vigfússon | 14 | 24 | 20 | 44 | 80 |
3 | Reynir Óli Þorsteinsson | 12 | 24 | 18 | 42 | 60 |
4 | Kristján Sveinsson | 20 | 12 | 6 | 32 | 50 |
5 | Haraldur Njálsson | 16 | 8 | 8 | 24 | 45 |
6 | Erlendur Þór Magnússon | 2 | 10 | 8 | 18 | 40 |
7 | Viktor Þór Jörgensson | 10 | 6 | 4 | 16 | 36 |
8 | Guðmundur Kjartansson | 6 | 4 | 8 | 14 | 32 |
9 | Stefán Karl Sævarsson | 2 | 6 | 6 | 12 | 29 |
10 | Ragnar Karl Gústafsson | 2 | 4 | 4 | 8 | 26 |
11 | Andri Þór Arinbjörnsson | 6 | 2 | 2 | 8 | 24 |
12 | Kjartan Magnússon | 2 | 2 | 6 | 8 | 22 |
13 | Atli Einarsson | 4 | 4 | 4 | 8 | 20 |
Konur
Sæti | Karlar | 1. umferð | 2. umferð | 3. umferð | Samtals | Stig til Íslandsmeistara |
1 | Ragna Þórunn Ragnarsdóttir | 2 | 4 | 2 | 6 | 100 |