Þessi keppni tók við af Hvammsvíkurmaraþoni 2013. Hugmyndin er að með styttri vegalengd sjái fleiri þátttakendur sér fært að taka þátt.
Lýsing
Róið er um 22 km í tveimur áföngum. Eitt skyldustopp er á leiðinni og keppendur verða að dvelja þar í a.m.k. fimm mínútur áður en þeir mega halda af stað aftur. Stopptíminn (5 mínútur) er síðan dreginn frá lokatímanum, ef stoppið er lengra telst tíminn umfram 5 mínútur sem ferðatími. Keppnin er með hefðbundnu sniði og verður bæði boðið upp á einstaklingskeppni í karla- og kvennaflokki.
Keppnin gefur stig í Íslandsmeistarakeppninni og gilda eftirfarandi reglur:
- Keppt er í flokki ferðabáta og keppnisbáta (flokkun miðast eins og áður við það hvort hlutfall vatnslengdar á móti vatnsbreidd fari yfir 11).
- Þátttakendur mega velja sér bátaflokk óháð þeim flokki sem þeir eru í í öðrum keppnum sumarsins.
- Ef keppendur verða jafnir af stigum í lok sumars sker tími í þessari keppni úr um Íslandsmeistara.
Leiðin
Er á milli Nauthólsvíkur og Geldinganess (eða öfugt eftir veðri).
Ræst verður frá Nauthólsvík (sjósett hjá Siglingaklúbbnum Siglunes). Skyldustopp verður á Gróttu (Seltjörn, sandfjara sunnan við Gróttuvita). Róa þarf innfyrir bauju sem er staðsett við Sólfarið (við Sæbraut). Keppnismark verður við Geldinganes og miðast við baujur sem afmarka pramma.
Öryggismál:
- Keppendur þurfa að hafa meðferðis neyðarblys. Blys verða seld á staðnum á kostnaðarverði.
- Keppendur þurfa að hafa meðferðis farsíma í vatnsheldu hulstri með símanúmer tengiliðs í flýtiminni. Í stað síma má nota VHF talstöð.
- Sé mikill vindur á keppnisdag getur mótshaldari mælt fyrir um að keppendur festi öryggislínu við bát sinn þannig að hann reki ekki í burtu ef keppandi hvolfir.
- Í landi fylgist starfsmaður með keppendum, verður á útkikki með sjónauka á fyrirfram ákveðnum stöðum.Fylgdarbátur verður með keppendum og sér um brautargæslu.
- Þrátt fyrir öryggisráðstafanir eru keppendur á eigin ábyrgð í keppninni.