Síðastliðinn laugardag 24. ágúst fór fram hálfmaraþon Kayakklúbbsins en ákveðið var að hafa hálfmaraþon í ár í stað Hvammsvíkurmaraþonsins. Róið var frá Nauthólsvík til Geldinganes og var vegalengdin rúmlega 22 km með einu skyldustoppi við Gróttu (5 mín). Aðstæður voru ágætar, en þó blés aðeins á leggnum Nauthólsvík-Grótta.
11 ræðarar mættu til leiks og luku 10 keppni. Ólafur B Einarsson sigraði í keppnisbátaflokki karla (02.15:05 á Dominator XL), Eymundur Ingimundarson í ferðabátaflokki karla (02:16:07 á Kirton Inuk) og Þóra Atladóttir í ferðabátaflokki kvenna (02:37:27 á Rockpool Taran).
Keppnisnefnd þakkar þeim sem aðstoðuðu við keppnina en án öflugrar öryggisgæslu og annarrar aðstoðar færi keppnin ekki fram. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við framkvæmdina voru Bjarni, Sævar, Gísli, Maggi, Marta, Hildur og Guðrún. Auk þeirra voru Guðni Páll og Eva á fylgdarbát (sem GG sjósport lagði til) svo og fylgdi björgunarbátur frá Björgunarsveitinni Ársæli keppendum. Bátafylgdin var sértaklega mikilvæg í ljósi þessa að keppendur þurftu að þvera siglingarleiðir.
Nánari úrslit:
Leggur 1 Nauthólsvík - Grótta 8,3 km
Leggur 2 Grótta -Geldinganes 13,8 km
Meðalhraði er í km/klst
Konur í ferðakeip
Röð í flokki |
Nafn keppanda | Heildartími | Meðalhraði | Millitími Leggur 1 |
Meðalhraði | Millitími Leggur 2 |
Meðalhraði | Gerð markeips | Euro ár | Grænlensk ár |
Vængár | Keppnis númer |
1 | Þóra Atladóttir | 02:37:27 | 8,42 | 00:59:38 | 8,35 | 01:37:49 | 8,46 | Rockpool Taran | X | 21 | ||
2 | Klara Bjartmarz | 02:45:04 | 8,03 | 01:02:06 | 8,02 | 01:42:58 | 8,04 | NDK Explorer | X | 26 |
Karlar í keppniskeip
Röð í flokki |
Nafn keppanda | Heildartími | Meðalhraði | Millitími Leggur 1 |
Meðalhraði | Millitími Leggur 2 |
Meðalhraði | Gerð markeips | Euro ár | Grænlensk ár |
Vængár | Keppnis númer |
1 | Ólafur Einarsson | 02:15:05 | 9,82 | 00:52:21 | 9,51 | 01:22:44 | 10,01 | Dominator XL | X | 4 | ||
2 | Bernhard Kristinn | 02:25:55 | 9,09 | 00:57:10 | 8,71 | 01:28:45 | 9,33 | Dominator XL | X | 25 | ||
3 | Gunnar Svanberg | 02:27:05 | 9,02 | 00:56:20 | 8,84 | 01:30:45 | 9,12 | Dominator XL | X | 29 |
Karlar í ferðakeip
Röð í flokki |
Nafn keppanda | Heildartími | Meðalhraði | Millitími Leggur 1 |
Meðalhraði | Millitími Leggur 2 |
Meðalhraði | Gerð markeips | Euro ár | Grænlensk ár |
Vængár | Keppnis númer |
1 | Eymundur Ingimundars. | 02:16:07 | 9,74 | 00:50:55 | 9,78 | 01:25:12 | 9,72 | Kirton Inuk | X | 22 | ||
2 | Sveinn Axel Sveinsson | 02:16:45 | 9,70 | 00:50:55 | 9,78 | 01:25:50 | 9,65 | Rockpool Taran | X | 30 | ||
3 | Gunnar Ingi Gunnarsson | 02:31:23 | 8,76 | 00:55:10 | 9,03 | 01:36:13 | 8,61 | Valley Nordcap | X | 14 | ||
4 | Egill Þorsteins | 02:33:52 | 8,62 | 00:55:48 | 8,92 | 01:38:04 | 8,44 | Rockpool Taran | X | 9 | ||
5 | Össur Imsland | 02:43:56 | 8;09 | 01:00:50 | 8,19 | 01:43:06 | 8,03 | NDK Explorer | X | 17 |