Það var logn, heiðskírt og sléttur sjór þegar lagt var af stað frá Nauthólsvík í hálfmaraþonkeppni, 30.ágúst 2014.  Fimmtán kayakræðarar mættu til keppni, 11 í ferðabátaflokki karla, 2 í keppnisbátaflokki karla og 2 í ferðabátaflokki kvenna.

Keppendur reru flestir léttklæddir og nokkrir fóru úr þurrgöllum skömmu fyrir ræs og reru í ullarfötum eða á stuttermabol.  Ölduspár höfðu gert ráð fyrir 1-2 m öldu við Gróttu og það gekk eftir. Hæg og löng úthafsalda brotnaði nærri landi og þurftu ræðarar að sæta lagi til að fara í gegnum hana.  Frá Gróttu var mild gola að marki í Geldinganesi.

Róðrarleiðinni var skipt upp í tvo áfanga :

  • Nauthólsvík - Grótta 8,15 km leggur. Þar var síðan 5 mín skyldustopp áður en haldið var í síðari áfangann,
  • Grótta- Geldinganes, 13,9 km leggur. Alls var hálfmaraþonið 22,2 km róður.

Aðstæður í keppninni voru hagstæðar fyrir hraðskreiðari báta og fyrstu ræðarar voru allir á hraðskreiðum bátum og notuðu vængárar.  Róðrarhraði var mun meiri en í fyrri keppni og flestir keppenda bættu tíma sinn.  Eymundur Ingimundarson var fyrstur í mark og setti hraðamet á leiðinni og reri á tímanum 2:09:36 og var meðalhraði um 10,2 km/klst.  Allir keppendur luku keppni.

Fjölmargir félagar aðstoðuðu við keppnina (Hildur, Gísli H.F., Þóra, Daníel, Jónas, Helga, Perla, …) og sáu þau um: skráningu, tímatöku, öryggismál, aðstoð í stoppi og aðstoð við ræðara í ölduróti við Gróttu.  Þeim er þakkað kærlega fyrir aðstoðina.  Öryggisbátur fylgdi keppendum og var hann frá Björgunarsveitinni Ársæl, þeim er ber einnig að þakka aðstoðina.

Úrslit voru sem hér segir:

 

Röð; í flokki Nafn keppanda Heildartími Meðalhraði alls (km/klst) Millitími - Leggur í 1 Meðalhraði á legg 1 (km/klst) Millitími - Leggur 2 Meðalhraði á legg 2 (km/klst) Tegund báts Euro-ár Vængár Grænlensk
                       

Karlar - Ferðabátar

                   
1 Eymundur Ingimundarson 2:09:36 10,21 47:10 10,37 01:22:26 10,12 Rockpool Taran   x  
2 Ólafur Einarsson 2:12:48 9,96 47:20 10,33 01:25:28 9,76 Point 65 XP   x  
3 Sveinn Axel Sveinsson 2:17:24 9,63 47:52 10,22 01:29:32 9,31 Rockpool Taran   x  
4 Egill Þorsteins 2:23:28 9,22 50:24 9,70 01:33:04 8,96 Rockpool Taran   x  
5 Guðmundur Breiðdal 2:24:48 9,14 50:22 9,71 01:34:26 8,83 Kirton Inuk   x  
6 Örlygur Sigurjónsson 2:27:06 8,99 53:12 9,19 01:33:54 8,88 Valley x    
7 Gunnar Ingi Gunnarsson 2:30:47 8,77 52:32 9,31 01:38:15 8,49 Valley Nordcap x    
8 Marc 2:33:05 8,64 52:36 9,30 01:40:29 8,30 Valley Nordcap x    
9 Ágúst Ingi Sigurðsson 2:34:08 8,58 55:15 8,85 01:38:53 8,43 Kirton Inuk   x  
10 Páll Reynisson 2:36:00 8,48 55:40 8,78 01:40:20 8,31 NDK Explorer x    
11 Edvin 2:39:40 8,29 55:30 8,81 01:44:10 8,01 ? ?    
                       

Karlar - Keppnisbátar

                   
1 Gunnar Svanberg Skúlason 2:18:51 9,53 50:10 9,75 01:28:41 9,40 Surfski   x  
2 Bernhard Kristinn Ingimundarson 2:19:29 9,49 47:18 10,34 01:32:11 9,05 Surfski   x  
                       

Konur - Ferðabátar

                   
1 Klara Bjartmarz 2:37:25 8,40 56:00 8,73 01:41:25 8,22 Valley Nordcap x    
2 Björg Kjartansdóttir 2:58:55 7,39 62:00 7,89 01:56:55 7,13 Lettmann ?