Bessastaðabikarinn var endurvakinn 2006 eftir að kayaklúbburinn Sviði var  stofnaður á Álftanesi. Keppnin er haldin um miðjan júní, og er róinn c.a. 12km hringur frá vestanverðu nesinu, inn og út úr skógtjörn þar sem keppendur verða að takast á við sterka strauma, og sem leið liggur útfyrir nes, inn í Lambhúsatjörn og inn í litla vík fyrir neðan Bessastaðakirkju. Verðlaunaafhending fer svo fram á tröppum kirkjunnar og Forsetinn fenginn til að koma að því ef hann er viðlátinn, en hann er okkur mjög velviljaður.

Image