Tilkynning frá formanni Sviða:

Vegna óviðráðanlegra ástæðna neyðist kajakklúbburinn Sviði á Álftanesi til að aflýsa Bessastaðabikar þann 19. júní í ár. Okkur þykir leitt ef þessi ákvörðun hefur neikvæð áhrif á skipulag kajaksumars metnaðarfullra ræðara vegna mótaraðar til Íslandsmeistara og vonum einlæglega að ykkur takist að ná gleði ykkar og njótið helgarinnar 19. - 20. júní á kajak á öðrum vetvangi í góðra vina hópi. - Vinsamlegast Tryggvi Tryggvason formaður Sviða.